Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2025 07:02 Sigurbjörg keppti á Dodge Dakota í Svíþjóð en aka þurfti um tvö þúsund kílómetra milli brauta vikuna sem keppnin stóð yfir. Chrisfoto Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð. Sigurbjörg Björgvinsdóttir og kærasti hennar, Victor Hjörvarson, tóku þátt í kappakstrinum Street Week Sweden í byrjun júlí. Um 200 keppnistæki eru skráð til leiks en keppin er óvenjuleg að því leyti að ökumenn þurfa að keyra um tvö þúsund kílómetra á akstursbifreiðum milli keppnisbrauta. Fréttastofa ræddi við Sigurbjörgu sem vinnur hjá Nýju bílasmiðjunni við að mála og rétta stærri bifreiðar og eyðir stórum hluta frítíma síns í kappakstur. Sigurbjörg er meistari í bílamálun og bifreiðasmíði og vinnur við að rétta og mála stærri ökutæki. „Árekstrar, veltur og læti“ „Þetta hefur alltaf verið í fjölskyldunni á einn eða annan hátt. Svo eftir að ég kynnist kærastanum mínum fer ég á fullt í götukappakstur,“ segir Sigurbjörg um bílabakteríuna en hún er menntaður meistari í bílasmíði og bílamálun Árið 2019 hóf Sigurbjörg að keppa í götukappakstri, fyrst um sinn í rallýkrossi. Til útskýringar þá er rallýkross (e. rallycross) keppni í hraðaakstri fyrir keppnistæki á lokaðri braut. Forkeppni samanstendur af nokkrum umferðum þar sem þeir hröðustu halda áfram í úrslitakeppnina. Sigurbjörg ók á Plymouth Sport Fury í áttungsmílu um helgina og náði fyrsta sætinu á honum. Markmiðið er að vera fyrstur en menn rekast samt oft utan í hvern annan. „Það verða alveg árekstrar, veltur og læti þegar maður er kominn í hita leiksins,“ segir Sigurbjörg en bílarnir eru vel búraðir, strangur öryggisbúnaður og ökuþórar með hjálma og kraga. „Ég fór einu sinni eina veltu á bílnum mínum og maður fann ekkert fyrir því. Öryggið er upp á tíu.“ Sigurbjörg hefur síðan fært sig úr rallýkrossinu yfir í áttungsmílu þar sem færri bílar keppa á 200 metra braut. „Hérna heima er ég að keppa í áttungsmílu, þá eru tveir bílar í braut og þú ert að reyna að fara eins hratt yfir áttungsmíluna og þú getur,“ segir hún. Sigurbjörg gerði gott mót um Verslunarmamannahelgina og tók fyrsta sætið í 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í áttungsmílu og jafnframt fyrsta sætið í svokölluðum „Allt flokki“ á Plymouth Sport Fury sem hún og Victor fluttu inn frá Texas í fyrra. Sigurbjörg með bikara síðustu helgar og um borð í Plymouth Fury. Skráðu sig blindandi og fá ekki nóg Stærsta keppni sumarsins var hins vegar spyrnukeppnin Drag-and-Drive Street Week í Svíþjóð. Sigurbjörg og Victor hafa keppt síðustu tvö sumur í kappakstrinum sem samanstendur af fimm kappökstrum yfir vikulangt tímabil. „Í fyrra fórum við í fyrsta skiptið. Við erum búin að vera keppa hérna heima og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo heyrðum við félaga okkar tala um keppnina, fórum á Gúgglið og komumst að því að þetta væri vel gerlegt að fara þarna út,“ segir Sigurbjörg „Við skráðum okkur í keppni blindandi og vorum með Google Translate við höndina því þetta er allt á sænsku.“ Sigurbjörg og Victor með Dodge-inum sem er 470 hestafla pallbíll. Eftir að hafa skemmt sér konunglega í fyrra lá í augum uppi að fara aftur. Parið ákvað þó að víxla hlutverkum. „Hann keppti í fyrra og ég var aðstoðarökumaður en núna í ár var ég ökumaður og hann aðstoðarökumaður,“ segir Sigurbjörg. Ástæðan fyrir aðstoðarökumanns-fyrirkomulaginu eru fjarlægðirnar milli brauta. „Þú mátt vera með aðstoðarmann því við þurfum að keyra svakalegar vegalengdir milli brautanna og þurfum að keyra á bílnum sem við keppum á. Við megum ekki flytja hann á kerru heldur þarf hann að fara á eigin afli. Þannig ef eitthvað bilar eða gerist þá mega bara ökumaður eða aðstoðarökumaður gera við bílinn,“ segir Sigurbjörg. Pallurinn á Dodge-inum kom sér frábærlega milli kappakstra. Tvöþúsund kílómetrar á einni viku „Í ár keyrðum við yfir tvöþúsund kílómetra á þessari einu viku,“ segir Sigurbjörg en teymið getur skipt akstrinum milli brauta á milli sín. „Ég keyrði reyndar flestalla kílómetra, hann fékk að keyra einhverja 200 kílómetra. Við vorum að keyra á sænskum sveitavegum á keppnisbílnum sem er magnað. Það eru 200 ökutæki skráð í keppnina þannig maður sér alls konar tæki keyra,“ segir hún. Stór partur af keppninni er aksturinn milli brauta eftir vegum Svíþjóðar.Mona Snabbfotat Reglur keppninnar eru strangar þegar kemur að viðhaldi bílanna og ferðalagi milli keppnisstaða. „Við þurfum að vera með alla varahluti, dekkin okkar og verkfæri á bílnum sjálfum og það má enginn utanaðkomandi aðstoða okkur, annars er manni refsað,“ segir Sigurbjörg. Hver refsing telur grimmt. Sigurbjörg keppti á gulum og glæsilegum Dodge Dakota frá 1995 sem er ekki beint hefðbundinn keppnisbíll. „Þetta er gamall sveitapallbíll sem kærastinn minn fann og ákvað að smíða úr keppnisbíl,“ segir Sigurbjörg en pallurinn reyndist vel til að ferja allar græjur milli kappakstra. Victor kíkir undir Dodge-inn.Chrisfoto „Eitt markmið var að verða betri en maðurinn“ Sigurbjörg keppti í „True Street-flokki“ og endaði þar í nítjánda sæti af 44 keppendum. „Ég er sátt með það, vel yfir miðju og náði sömuleiðis að klára keppnina, það eru ekkert allir sem gera það. Þetta er rosa-álag á tækin,“ segir Sigurbjörg. Þá kepptu þau hjón líka óbeint sín á milli. „Eitt markmið var að verða betri en maðurinn og hann keyrði best 7,38 sekúndur í fyrra. Ég náði að bæta það þrisvar sinnum í þessari ferð sem var mjög gaman,“ segir hún. Hraði hraði hraði.Chrisfoto Þrátt fyrir að lenda ekki á verðlaunapalli fengu Sigurbjörg og Victor ein verðlaun fyrir samfélagsmiðlafærslu tengda keppninni. „Einn morguninn fyrir Malmö ætluðum við í bakarí fyrir keppnina og keyrðum niður í miðbæ í Lundi. Það voru þvílík læti í bílnum, enda keppnisbíll, sem dundi á byggingunum þannig að við vorum stoppuð af löggunni,“ segir Sigurbjörg. Parið tók mynd af því, birtu á samfélagsmiðlum keppninnar og voru verðlaunuð fyrir það. Sigurbjörg með samfélagsmiðlaverðlaunin í Svíþjóð. Ekki nóg með að þau ætli að fara aftur í keppnina heldur ætla þau sér enn meira. „Næsta sumar er stefnan sett að hafa bílinn úti í Svíþjóð og keppa alfarið þar,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Þessi áttungsmílumenning er rosastór í Svíþjóð og keppt allar helgar.“ Félagslegi þátturinn er líka stór hluti af kappakstrinum og segir Sigurbjörg þau hafa kynnst „heilum helling af fólki“. Sömuleiðis er markmiðið að reyna að fá fleiri Íslendinga með þeim út, íslensk útrás í sænskri spyrnu. Bílar Akstursíþróttir Svíþjóð Tengdar fréttir Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Hin 16 ára gamla Árdís Telma stundar rally-akstur. Foreldrar hennar, bróðir, frænka og föðurbróðir stunda einnig íþróttina. Árdís segir fjölskylduna tala um fátt annað en bíla. 24. september 2016 10:00 Með bíla í blóðinu Baldri Arnari Hlöðverssyni þykir gaman að keyra hratt. Líka að sikksakka í gegnum krappar beygjur. Hann er á leið til Noregs í rallýskóla til að geta keyrt bílinn sinn enn hraðar. 5. desember 2017 10:45 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Sigurbjörg Björgvinsdóttir og kærasti hennar, Victor Hjörvarson, tóku þátt í kappakstrinum Street Week Sweden í byrjun júlí. Um 200 keppnistæki eru skráð til leiks en keppin er óvenjuleg að því leyti að ökumenn þurfa að keyra um tvö þúsund kílómetra á akstursbifreiðum milli keppnisbrauta. Fréttastofa ræddi við Sigurbjörgu sem vinnur hjá Nýju bílasmiðjunni við að mála og rétta stærri bifreiðar og eyðir stórum hluta frítíma síns í kappakstur. Sigurbjörg er meistari í bílamálun og bifreiðasmíði og vinnur við að rétta og mála stærri ökutæki. „Árekstrar, veltur og læti“ „Þetta hefur alltaf verið í fjölskyldunni á einn eða annan hátt. Svo eftir að ég kynnist kærastanum mínum fer ég á fullt í götukappakstur,“ segir Sigurbjörg um bílabakteríuna en hún er menntaður meistari í bílasmíði og bílamálun Árið 2019 hóf Sigurbjörg að keppa í götukappakstri, fyrst um sinn í rallýkrossi. Til útskýringar þá er rallýkross (e. rallycross) keppni í hraðaakstri fyrir keppnistæki á lokaðri braut. Forkeppni samanstendur af nokkrum umferðum þar sem þeir hröðustu halda áfram í úrslitakeppnina. Sigurbjörg ók á Plymouth Sport Fury í áttungsmílu um helgina og náði fyrsta sætinu á honum. Markmiðið er að vera fyrstur en menn rekast samt oft utan í hvern annan. „Það verða alveg árekstrar, veltur og læti þegar maður er kominn í hita leiksins,“ segir Sigurbjörg en bílarnir eru vel búraðir, strangur öryggisbúnaður og ökuþórar með hjálma og kraga. „Ég fór einu sinni eina veltu á bílnum mínum og maður fann ekkert fyrir því. Öryggið er upp á tíu.“ Sigurbjörg hefur síðan fært sig úr rallýkrossinu yfir í áttungsmílu þar sem færri bílar keppa á 200 metra braut. „Hérna heima er ég að keppa í áttungsmílu, þá eru tveir bílar í braut og þú ert að reyna að fara eins hratt yfir áttungsmíluna og þú getur,“ segir hún. Sigurbjörg gerði gott mót um Verslunarmamannahelgina og tók fyrsta sætið í 5. og 6. umferð Íslandsmótsins í áttungsmílu og jafnframt fyrsta sætið í svokölluðum „Allt flokki“ á Plymouth Sport Fury sem hún og Victor fluttu inn frá Texas í fyrra. Sigurbjörg með bikara síðustu helgar og um borð í Plymouth Fury. Skráðu sig blindandi og fá ekki nóg Stærsta keppni sumarsins var hins vegar spyrnukeppnin Drag-and-Drive Street Week í Svíþjóð. Sigurbjörg og Victor hafa keppt síðustu tvö sumur í kappakstrinum sem samanstendur af fimm kappökstrum yfir vikulangt tímabil. „Í fyrra fórum við í fyrsta skiptið. Við erum búin að vera keppa hérna heima og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo heyrðum við félaga okkar tala um keppnina, fórum á Gúgglið og komumst að því að þetta væri vel gerlegt að fara þarna út,“ segir Sigurbjörg „Við skráðum okkur í keppni blindandi og vorum með Google Translate við höndina því þetta er allt á sænsku.“ Sigurbjörg og Victor með Dodge-inum sem er 470 hestafla pallbíll. Eftir að hafa skemmt sér konunglega í fyrra lá í augum uppi að fara aftur. Parið ákvað þó að víxla hlutverkum. „Hann keppti í fyrra og ég var aðstoðarökumaður en núna í ár var ég ökumaður og hann aðstoðarökumaður,“ segir Sigurbjörg. Ástæðan fyrir aðstoðarökumanns-fyrirkomulaginu eru fjarlægðirnar milli brauta. „Þú mátt vera með aðstoðarmann því við þurfum að keyra svakalegar vegalengdir milli brautanna og þurfum að keyra á bílnum sem við keppum á. Við megum ekki flytja hann á kerru heldur þarf hann að fara á eigin afli. Þannig ef eitthvað bilar eða gerist þá mega bara ökumaður eða aðstoðarökumaður gera við bílinn,“ segir Sigurbjörg. Pallurinn á Dodge-inum kom sér frábærlega milli kappakstra. Tvöþúsund kílómetrar á einni viku „Í ár keyrðum við yfir tvöþúsund kílómetra á þessari einu viku,“ segir Sigurbjörg en teymið getur skipt akstrinum milli brauta á milli sín. „Ég keyrði reyndar flestalla kílómetra, hann fékk að keyra einhverja 200 kílómetra. Við vorum að keyra á sænskum sveitavegum á keppnisbílnum sem er magnað. Það eru 200 ökutæki skráð í keppnina þannig maður sér alls konar tæki keyra,“ segir hún. Stór partur af keppninni er aksturinn milli brauta eftir vegum Svíþjóðar.Mona Snabbfotat Reglur keppninnar eru strangar þegar kemur að viðhaldi bílanna og ferðalagi milli keppnisstaða. „Við þurfum að vera með alla varahluti, dekkin okkar og verkfæri á bílnum sjálfum og það má enginn utanaðkomandi aðstoða okkur, annars er manni refsað,“ segir Sigurbjörg. Hver refsing telur grimmt. Sigurbjörg keppti á gulum og glæsilegum Dodge Dakota frá 1995 sem er ekki beint hefðbundinn keppnisbíll. „Þetta er gamall sveitapallbíll sem kærastinn minn fann og ákvað að smíða úr keppnisbíl,“ segir Sigurbjörg en pallurinn reyndist vel til að ferja allar græjur milli kappakstra. Victor kíkir undir Dodge-inn.Chrisfoto „Eitt markmið var að verða betri en maðurinn“ Sigurbjörg keppti í „True Street-flokki“ og endaði þar í nítjánda sæti af 44 keppendum. „Ég er sátt með það, vel yfir miðju og náði sömuleiðis að klára keppnina, það eru ekkert allir sem gera það. Þetta er rosa-álag á tækin,“ segir Sigurbjörg. Þá kepptu þau hjón líka óbeint sín á milli. „Eitt markmið var að verða betri en maðurinn og hann keyrði best 7,38 sekúndur í fyrra. Ég náði að bæta það þrisvar sinnum í þessari ferð sem var mjög gaman,“ segir hún. Hraði hraði hraði.Chrisfoto Þrátt fyrir að lenda ekki á verðlaunapalli fengu Sigurbjörg og Victor ein verðlaun fyrir samfélagsmiðlafærslu tengda keppninni. „Einn morguninn fyrir Malmö ætluðum við í bakarí fyrir keppnina og keyrðum niður í miðbæ í Lundi. Það voru þvílík læti í bílnum, enda keppnisbíll, sem dundi á byggingunum þannig að við vorum stoppuð af löggunni,“ segir Sigurbjörg. Parið tók mynd af því, birtu á samfélagsmiðlum keppninnar og voru verðlaunuð fyrir það. Sigurbjörg með samfélagsmiðlaverðlaunin í Svíþjóð. Ekki nóg með að þau ætli að fara aftur í keppnina heldur ætla þau sér enn meira. „Næsta sumar er stefnan sett að hafa bílinn úti í Svíþjóð og keppa alfarið þar,“ segir Sigurbjörg og bætir við: „Þessi áttungsmílumenning er rosastór í Svíþjóð og keppt allar helgar.“ Félagslegi þátturinn er líka stór hluti af kappakstrinum og segir Sigurbjörg þau hafa kynnst „heilum helling af fólki“. Sömuleiðis er markmiðið að reyna að fá fleiri Íslendinga með þeim út, íslensk útrás í sænskri spyrnu.
Bílar Akstursíþróttir Svíþjóð Tengdar fréttir Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Hin 16 ára gamla Árdís Telma stundar rally-akstur. Foreldrar hennar, bróðir, frænka og föðurbróðir stunda einnig íþróttina. Árdís segir fjölskylduna tala um fátt annað en bíla. 24. september 2016 10:00 Með bíla í blóðinu Baldri Arnari Hlöðverssyni þykir gaman að keyra hratt. Líka að sikksakka í gegnum krappar beygjur. Hann er á leið til Noregs í rallýskóla til að geta keyrt bílinn sinn enn hraðar. 5. desember 2017 10:45 Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Sjá meira
Rally-aksturinn er skemmtilegt fjölskylduáhugamál Hin 16 ára gamla Árdís Telma stundar rally-akstur. Foreldrar hennar, bróðir, frænka og föðurbróðir stunda einnig íþróttina. Árdís segir fjölskylduna tala um fátt annað en bíla. 24. september 2016 10:00
Með bíla í blóðinu Baldri Arnari Hlöðverssyni þykir gaman að keyra hratt. Líka að sikksakka í gegnum krappar beygjur. Hann er á leið til Noregs í rallýskóla til að geta keyrt bílinn sinn enn hraðar. 5. desember 2017 10:45