Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:51 Ísraelar mótmæla stríðsrekstri Ísraelshers á Gasa. AP Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira