Innlent

Tjald vonarinnar brann til kaldra kola

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Samtökin TC Ísland héldu tjaldinu úti.
Samtökin TC Ísland héldu tjaldinu úti. Sýn

Kveikt var í hinu svokallaða Tjaldi vonarinnar í Laugardal í gærkvöldi. Þegar komið var að tjaldinu í morgun var það brunnið til kaldra kola, en því var haldið úti af samtökunum TC Ísland, sem hefur það að markmiði að styðja við jaðarsetta hópa og aðstoða fólk með fíknivanda.

Samkvæmt upplýsingum frá einum forsvarsmanna sást til tveggja manna í gærkvöldi þar sem þeir stóðu inni í tjaldinu, kveiktu eld, og hlupu svo út.

Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar, og vonast samtökin til að fá tjón sitt, sem hlaupi á nokkrum milljónum króna, bætt að fullu.

Í tjaldinu, sem hóf starfsemi í júní, hafa verið haldnar bænastundir og þar var aðstaða fyrir konur sem lokið höfðu meðferð til að fá aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×