Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:02 Rebekka Ashley og Máni áttu algjöra draumahelgi í Flatey. Gunnlöð „Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. Blaðamaður ræddi við hjónin um stóra daginn. Nýgift!Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst á köldu vetrarkvöldi í febrúar 2024. Máni hafði þá að fyrra bragði pantað borð á Hosiló og stakk upp á að við myndum vera í okkar fínasta pússi. Þá fór mig að gruna að það væru brögð í tafli. Eftir matinn röltum við á Arnarhól þar sem að hann fór á skeljarnar og bað mín, með annað hnéð í snjóskafli. Þessi stórglæsilegu hjón trúlofuðust á Arnarhóli og giftu sig í Flatey.Gunnlöð Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að skipuleggja fyrir alvöru í september 2024. Þá bókuðum við Hótel Flatey, gistiheimilið Voginn í Flatey og höfðum samband við Svönu í Krákuvör sem sér um tjaldsvæðið og kirkjuna þar. Við reyndum að skipuleggja flest allt með góðum fyrirvara en þegar leið á var heill hellingur sem átti eftir að ráða úr, sumt sem við höfðum einfaldlega ekki leitt hugann að. Allt reddaðist þó fyrir rest. Allt reddaðist fyrir rest í skipulaginu og helgin var fullkomin hjá hjónakornunum.Gunnlöð Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var draumur! Við byrjuðum daginn snemma á því að fara í veislusalinn og negla niður sætaskipan. Í hádeginu kom ferjan Baldur með síðasta hollið af gestum sem við tókum á móti á bryggjunni með freyðivíni, gjafapokum og knúsi. Síðan brunaði ég upp á hótel til að gera mig fína með fjórum bestu vinkonum mínum. Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Eftir athöfnina fórum við í myndatöku með Gunnlöð ljósmyndara. Við gengum um eyjuna og tókum myndir en svo rákumst við á skemmtilegar stemningskonur. Þær voru í svakalegum gír og buðu okkur far með traktor upp að hóteli sem vakti mikla lukku meðal gesta. Hjónin fóru með traktor í veisluna, alvöru stæll! Gunnlöð Veislan var stórkostleg og það myndaðist svakaleg stemning í partýleikjunum þar sem borðin kepptust um að safna stigum. Dagurinn, eða helgin öll, var eins og ævintýri í draumalandi. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum mjög samstíga með allt. Við erum ótrúlega samstíga með flest í okkar daglega lífið og erum með svipaðan smekk svo þetta gekk eins og smjör. Við erum bæði góð í því að fylgja innsæinu og eigum það til að taka ákvarðanir á seinustu stundu í mómentinu sem var kannski ekki skynsamlegt en það reddaðist allt og allt var eins og við hefðum viljað það. Það var rosaleg stemning í veislunni og Flatey draumastaður hjónanna.Gunnlöð Við vorum nokkuð ákveðin í að hafa þetta á Íslandi og okkur fannst ótrúlega kósí hugmynd að vera úti á landi þar sem að fólk þyrfti að vera með okkur yfir helgi. Við ætluðum upprunalega að vera á Vestfjörðum en við ákváðum að fara í helgarferð fyrst til að skoða mögulega staði. Í ferðinni tókum við ferjuna frá Stykkishólmi yfir á Vestfirði og stoppuðum í Flatey fyrstu nóttina. Við urðum gjörsamlega hugfanginn af þessari notalegu litlu eyju og gátum ekki hugsað okkur að gifta okkur annars staðar. Voruð þið með prógramm aðra daga en á brúðkaupsdaginn? Já, við vorum í rauninni með heila helgi af smá prógrammi. Það er eins og að stíga inn í tímavél að fara til Flateyjar svo við ákváðum að mæta á fimmtudeginum til að koma okkur vel fyrir og aftengja okkur aðeins fyrir herlegheitin. Síðan vöknuðum við snemma á föstudeginum til að taka á móti fyrsta holli gesta niður á bryggju með freyðivíni og gjafapokum. Næsta holl þar á eftir kom eftir hádegi og við tókum sömuleiðis vel á móti þeim. Það kvöld buðum við upp á sveppasúpu á gistiheimilinu þar sem allir sameinuðust undir einu þaki fyrir stóra daginn. Stemningin var algjörlega sturlað skemmtileg!Gunnlöð Síðar um kvöldið var óplanað partý á bar hótelsins og á flötinni þar fyrir framan. Sumir vinir og fjölskyldumeðlimir voru að hittast í fyrsta skipti og það gerði veisluna daginn eftir mikið nánari í kjölfarið. Síðan á sunnudagsmorguninn þá kvöddum við alla á bryggju og veifuðum þeim bless þar sem ferjan sigldi inn í þoku og gosmóðu. Við tókum síðan auka nótt á hótelinu bara við tvö þar sem við náðum að slaka vel á og njóta. Hjónin tóku auka nótt í Flatey og náðu að slaka vel á eftir brúðkaup.Gunnlöð Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við erum svo lukkuleg að eiga marga vini sem hafa gift sig seinustu árin svo við sóttum mikinn innblástur til þeirra. Við tókum bestu partana af uppáhalds brúðkaupunum okkar og gerðum að okkar eigin. Þegar kom að útlitinu þá fannst okkur mikilvægt að leyfa veislusalnum á Hótel Flatey að njóta sín. Hótelið er gamalt hús með fallegu útsýni úr öllum gluggum. Allt skraut var í minimalískum stíl, hvítir borðdúkar, hvít kerti og bláar servíettur. Ekkert bruðl. Brúðkaupið var einstakt, stílhreint og elegant.Gunnlöð Hvað stendur upp úr? Nú þegar vika er liðin og við höfum haft smá tíma til að ná okkur niður þá sjáum við að það sem stendur mest upp úr er allt fólkið okkar. Það er svo dýrmætt að vita til þess að við þekkjum allt þetta dásamlega fólk og að þau lögðu leið sína út í eyju fyrir okkur. Við erum þeim ótrúlega þakklát og þau gerðu daginn ógleymanlegan. Hjónin eru svo þakklát fyrir fólkið þeirra.Gunnlöð Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Heldur betur. Við ákváðum strax í byrjun að við vildum virkja gestina okkar. Vinir okkar Berglind Ósk (fatahönnuðurinn BOSK) og Jósúa Theodórsson voru magnaðir veislustjórar! Veislan var algjört dúndur og það er þeim algjörlega að þakka. Í athöfninni fengum við svo mág og mágkonu Mána til að spila á píanó og syngja en þau eru Kjartan Ólafsson tónlistarmaður og Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona. Í veislunni voru mörg skemmtileg atriði, þar má nefna trúbbann og vin okkar Helga Jónsson og síðan er Máni í Söngsveitinni Fílharmónían og hann ásamt kórfélögum og fjölskyldu tóku góð kórlög. Síðan voru fullt af skemmtilegum atriðum eins og conga-lína, brekkusöngur, keppnir og þrautir þvert á borð, ásamt öðrum hefðbundnum brúðkaup skemmtiatriðum og uppákomum. Kvöldið endaði síðan í karókí í kjallarabar hótelsins sem entist til fjögur um nóttina. Partýið entist til fjögur um nóttina!Gunnlöð Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Mér líður eins og allir segi þetta en það er raunverulega hvað tíminn er fljótur að líða. Okkur fannst eins og athöfnin hafi aðeins varið í fimm mínútur og veislan aðeins í örfáa klukkutíma. En áður en við vissum af var klukkan orðin þrjú um nótt og allir ennþá í fantastuði, síðan blikkuðum við augunum og við vorum komin heim að pakka úr töskunum. Brúðkaupsdagurinn algjörlega flaug hjá.Gunnlöð Hvað voru margir gestir? Við enduðum með 66 gesti undir lokin. Með prestinum og ljósmyndaranum voru þetta 68 gestir. Það var fullkominn fjöldi en veislusalurinn gerir ekki ráð fyrir fleirum en sjötíu manns. Við vorum til að byrja með að miða á að bjóða hundrað gestum en urðum síðan að skera þrjátíu manns af listanum. Það voru því einhverjir makar sem komust ekki með sem var smá erfitt fyrir okkur að þurfa gera en við vildum frekar gera það heldur en að taka út einhverja gesti. Blessunarlega eigum við frábæra vini sem sýndi þessu skilning. Samtals voru 68 saman komin í brúðkaupinu.Gunnlöð Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Ég ákvað strax að ég myndi klæðast tveimur kjólum, annars vegar frá ömmu minni í móðurætt og hins vegar langömmu í föðurætt. Ég hafði einhverjum árum áður fengið brúðarkjólanna þeirra í hendurnar og kom því ekkert annað til greina. Kjólinn sem ég var í athöfninni er af Suður-Afrísku ömmu minni Ivy Horne sem giftist afa mínum í þessum stóra og fallega sérsaumaða kjól árið 1964. Ég þurfti að breyta efri hluta kjólsins til að passa í hann en annars var síddin og allt annað alveg eins og hann var. Draumakjóll frá ömmu Rebekku.Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Í veislunni var ég í brúðarkjól af langömmu minni Lovísu Ibsen sem giftist langafa mínum á jóladag 1944. Kjólinn hennar langömmu var líka sérsaumaður en er töluvert meðfærilegri og var því ótrúlega gott að vera í honum í hamaganginum í veislunni. Mér fannst einstaklega gott að vera í kjólunum þeirra en þær eru báðar fallnar frá og mér fannst eins og að þær væri með okkur í anda þennan dag. Þegar veislan var búin og dansinn og djammið byrjaði fór ég í stuttan tjull kjól sem ég fann í rauða krossinum. Þá loksins þorði ég að sletta aðeins úr klaufunum og þurfti ekki að passa upp á sull eða bletti. Brúðkaupið var í mínímalískum og gullfallegum stíl. Þarna er Rebekka komin í kjól langömmu sinnar. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Við mælum með að skrifa hluti niður og búa til verkefnalista. Ef einhverjar hugmyndir kvikna þá þarf að skrifa þær niður strax ef það á ekki að gleymast. Einnig þá er gott að brjóta niður stóra verkliði í smærri parta til að gera þá meðfærilegri og ekki jafn yfirþyrmandi. Hjónin njóta nú lífsins á Grikklandi.Gunnlöð Ætlið þið í brúðkaupsferð? Þegar ég skrifa þetta þá erum við á leiðinni til Krítar í langþráða sól. Við höfðum ekki gert ráð fyrir neinni ferð og hugsuðum að við myndum kannski fara seinna. Nokkrum dögum eftir Flatey fundum við bæði hvað okkur langaði að fagna hjúskapnum eftir átta ár sem kærustupar. Flugið og gistingin var því pöntuð á allra seinustu stundu. Við verðum á ströndinni í Chania þar sem við ætlum að gera nákvæmlega ekki neitt nema að njóta í botn. Brúðkaup Ástin og lífið Flatey Tíska og hönnun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Blaðamaður ræddi við hjónin um stóra daginn. Nýgift!Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst á köldu vetrarkvöldi í febrúar 2024. Máni hafði þá að fyrra bragði pantað borð á Hosiló og stakk upp á að við myndum vera í okkar fínasta pússi. Þá fór mig að gruna að það væru brögð í tafli. Eftir matinn röltum við á Arnarhól þar sem að hann fór á skeljarnar og bað mín, með annað hnéð í snjóskafli. Þessi stórglæsilegu hjón trúlofuðust á Arnarhóli og giftu sig í Flatey.Gunnlöð Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að skipuleggja fyrir alvöru í september 2024. Þá bókuðum við Hótel Flatey, gistiheimilið Voginn í Flatey og höfðum samband við Svönu í Krákuvör sem sér um tjaldsvæðið og kirkjuna þar. Við reyndum að skipuleggja flest allt með góðum fyrirvara en þegar leið á var heill hellingur sem átti eftir að ráða úr, sumt sem við höfðum einfaldlega ekki leitt hugann að. Allt reddaðist þó fyrir rest. Allt reddaðist fyrir rest í skipulaginu og helgin var fullkomin hjá hjónakornunum.Gunnlöð Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var draumur! Við byrjuðum daginn snemma á því að fara í veislusalinn og negla niður sætaskipan. Í hádeginu kom ferjan Baldur með síðasta hollið af gestum sem við tókum á móti á bryggjunni með freyðivíni, gjafapokum og knúsi. Síðan brunaði ég upp á hótel til að gera mig fína með fjórum bestu vinkonum mínum. Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Eftir athöfnina fórum við í myndatöku með Gunnlöð ljósmyndara. Við gengum um eyjuna og tókum myndir en svo rákumst við á skemmtilegar stemningskonur. Þær voru í svakalegum gír og buðu okkur far með traktor upp að hóteli sem vakti mikla lukku meðal gesta. Hjónin fóru með traktor í veisluna, alvöru stæll! Gunnlöð Veislan var stórkostleg og það myndaðist svakaleg stemning í partýleikjunum þar sem borðin kepptust um að safna stigum. Dagurinn, eða helgin öll, var eins og ævintýri í draumalandi. Voruð þið sammála í skipulaginu? Já, við vorum mjög samstíga með allt. Við erum ótrúlega samstíga með flest í okkar daglega lífið og erum með svipaðan smekk svo þetta gekk eins og smjör. Við erum bæði góð í því að fylgja innsæinu og eigum það til að taka ákvarðanir á seinustu stundu í mómentinu sem var kannski ekki skynsamlegt en það reddaðist allt og allt var eins og við hefðum viljað það. Það var rosaleg stemning í veislunni og Flatey draumastaður hjónanna.Gunnlöð Við vorum nokkuð ákveðin í að hafa þetta á Íslandi og okkur fannst ótrúlega kósí hugmynd að vera úti á landi þar sem að fólk þyrfti að vera með okkur yfir helgi. Við ætluðum upprunalega að vera á Vestfjörðum en við ákváðum að fara í helgarferð fyrst til að skoða mögulega staði. Í ferðinni tókum við ferjuna frá Stykkishólmi yfir á Vestfirði og stoppuðum í Flatey fyrstu nóttina. Við urðum gjörsamlega hugfanginn af þessari notalegu litlu eyju og gátum ekki hugsað okkur að gifta okkur annars staðar. Voruð þið með prógramm aðra daga en á brúðkaupsdaginn? Já, við vorum í rauninni með heila helgi af smá prógrammi. Það er eins og að stíga inn í tímavél að fara til Flateyjar svo við ákváðum að mæta á fimmtudeginum til að koma okkur vel fyrir og aftengja okkur aðeins fyrir herlegheitin. Síðan vöknuðum við snemma á föstudeginum til að taka á móti fyrsta holli gesta niður á bryggju með freyðivíni og gjafapokum. Næsta holl þar á eftir kom eftir hádegi og við tókum sömuleiðis vel á móti þeim. Það kvöld buðum við upp á sveppasúpu á gistiheimilinu þar sem allir sameinuðust undir einu þaki fyrir stóra daginn. Stemningin var algjörlega sturlað skemmtileg!Gunnlöð Síðar um kvöldið var óplanað partý á bar hótelsins og á flötinni þar fyrir framan. Sumir vinir og fjölskyldumeðlimir voru að hittast í fyrsta skipti og það gerði veisluna daginn eftir mikið nánari í kjölfarið. Síðan á sunnudagsmorguninn þá kvöddum við alla á bryggju og veifuðum þeim bless þar sem ferjan sigldi inn í þoku og gosmóðu. Við tókum síðan auka nótt á hótelinu bara við tvö þar sem við náðum að slaka vel á og njóta. Hjónin tóku auka nótt í Flatey og náðu að slaka vel á eftir brúðkaup.Gunnlöð Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við erum svo lukkuleg að eiga marga vini sem hafa gift sig seinustu árin svo við sóttum mikinn innblástur til þeirra. Við tókum bestu partana af uppáhalds brúðkaupunum okkar og gerðum að okkar eigin. Þegar kom að útlitinu þá fannst okkur mikilvægt að leyfa veislusalnum á Hótel Flatey að njóta sín. Hótelið er gamalt hús með fallegu útsýni úr öllum gluggum. Allt skraut var í minimalískum stíl, hvítir borðdúkar, hvít kerti og bláar servíettur. Ekkert bruðl. Brúðkaupið var einstakt, stílhreint og elegant.Gunnlöð Hvað stendur upp úr? Nú þegar vika er liðin og við höfum haft smá tíma til að ná okkur niður þá sjáum við að það sem stendur mest upp úr er allt fólkið okkar. Það er svo dýrmætt að vita til þess að við þekkjum allt þetta dásamlega fólk og að þau lögðu leið sína út í eyju fyrir okkur. Við erum þeim ótrúlega þakklát og þau gerðu daginn ógleymanlegan. Hjónin eru svo þakklát fyrir fólkið þeirra.Gunnlöð Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? Heldur betur. Við ákváðum strax í byrjun að við vildum virkja gestina okkar. Vinir okkar Berglind Ósk (fatahönnuðurinn BOSK) og Jósúa Theodórsson voru magnaðir veislustjórar! Veislan var algjört dúndur og það er þeim algjörlega að þakka. Í athöfninni fengum við svo mág og mágkonu Mána til að spila á píanó og syngja en þau eru Kjartan Ólafsson tónlistarmaður og Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona. Í veislunni voru mörg skemmtileg atriði, þar má nefna trúbbann og vin okkar Helga Jónsson og síðan er Máni í Söngsveitinni Fílharmónían og hann ásamt kórfélögum og fjölskyldu tóku góð kórlög. Síðan voru fullt af skemmtilegum atriðum eins og conga-lína, brekkusöngur, keppnir og þrautir þvert á borð, ásamt öðrum hefðbundnum brúðkaup skemmtiatriðum og uppákomum. Kvöldið endaði síðan í karókí í kjallarabar hótelsins sem entist til fjögur um nóttina. Partýið entist til fjögur um nóttina!Gunnlöð Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Mér líður eins og allir segi þetta en það er raunverulega hvað tíminn er fljótur að líða. Okkur fannst eins og athöfnin hafi aðeins varið í fimm mínútur og veislan aðeins í örfáa klukkutíma. En áður en við vissum af var klukkan orðin þrjú um nótt og allir ennþá í fantastuði, síðan blikkuðum við augunum og við vorum komin heim að pakka úr töskunum. Brúðkaupsdagurinn algjörlega flaug hjá.Gunnlöð Hvað voru margir gestir? Við enduðum með 66 gesti undir lokin. Með prestinum og ljósmyndaranum voru þetta 68 gestir. Það var fullkominn fjöldi en veislusalurinn gerir ekki ráð fyrir fleirum en sjötíu manns. Við vorum til að byrja með að miða á að bjóða hundrað gestum en urðum síðan að skera þrjátíu manns af listanum. Það voru því einhverjir makar sem komust ekki með sem var smá erfitt fyrir okkur að þurfa gera en við vildum frekar gera það heldur en að taka út einhverja gesti. Blessunarlega eigum við frábæra vini sem sýndi þessu skilning. Samtals voru 68 saman komin í brúðkaupinu.Gunnlöð Hvernig gekk að velja kjólinn? Hvað fannst þér vega mest í því ferli? Ég ákvað strax að ég myndi klæðast tveimur kjólum, annars vegar frá ömmu minni í móðurætt og hins vegar langömmu í föðurætt. Ég hafði einhverjum árum áður fengið brúðarkjólanna þeirra í hendurnar og kom því ekkert annað til greina. Kjólinn sem ég var í athöfninni er af Suður-Afrísku ömmu minni Ivy Horne sem giftist afa mínum í þessum stóra og fallega sérsaumaða kjól árið 1964. Ég þurfti að breyta efri hluta kjólsins til að passa í hann en annars var síddin og allt annað alveg eins og hann var. Draumakjóll frá ömmu Rebekku.Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Í veislunni var ég í brúðarkjól af langömmu minni Lovísu Ibsen sem giftist langafa mínum á jóladag 1944. Kjólinn hennar langömmu var líka sérsaumaður en er töluvert meðfærilegri og var því ótrúlega gott að vera í honum í hamaganginum í veislunni. Mér fannst einstaklega gott að vera í kjólunum þeirra en þær eru báðar fallnar frá og mér fannst eins og að þær væri með okkur í anda þennan dag. Þegar veislan var búin og dansinn og djammið byrjaði fór ég í stuttan tjull kjól sem ég fann í rauða krossinum. Þá loksins þorði ég að sletta aðeins úr klaufunum og þurfti ekki að passa upp á sull eða bletti. Brúðkaupið var í mínímalískum og gullfallegum stíl. Þarna er Rebekka komin í kjól langömmu sinnar. Þorgeir Eyfjörð Sigurðsson Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Við mælum með að skrifa hluti niður og búa til verkefnalista. Ef einhverjar hugmyndir kvikna þá þarf að skrifa þær niður strax ef það á ekki að gleymast. Einnig þá er gott að brjóta niður stóra verkliði í smærri parta til að gera þá meðfærilegri og ekki jafn yfirþyrmandi. Hjónin njóta nú lífsins á Grikklandi.Gunnlöð Ætlið þið í brúðkaupsferð? Þegar ég skrifa þetta þá erum við á leiðinni til Krítar í langþráða sól. Við höfðum ekki gert ráð fyrir neinni ferð og hugsuðum að við myndum kannski fara seinna. Nokkrum dögum eftir Flatey fundum við bæði hvað okkur langaði að fagna hjúskapnum eftir átta ár sem kærustupar. Flugið og gistingin var því pöntuð á allra seinustu stundu. Við verðum á ströndinni í Chania þar sem við ætlum að gera nákvæmlega ekki neitt nema að njóta í botn.
Brúðkaup Ástin og lífið Flatey Tíska og hönnun Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira