Enski boltinn

Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Hojlund fagnar marki sínu fyrir Manchester United í nótt.
Rasmus Hojlund fagnar marki sínu fyrir Manchester United í nótt. Getty/Patrick McDermott

Manchester United sýndi á sér allt aðra og betri hlið í sigri á Bournemouth í nótt í æfingarleik á Soldier Field í Chicago.

United vann leikinn 4-1 í uppgjöri þessara tveggja úrvalsdeildarliða en Bournemouth var ofar í töflunni á síðustu leiktíð.

Síðustu daga hafa verið uppi miklar vangaveltur um leit United að nýjum framherja. Danski framherjinn Rasmus Höjlund ákvað að minna á sig og skoraði eitt af þessum fjórum mörkum liðsins. 

Höjlund skallaði boltann laglega í markið og kom United í 1-0 strax á 8. mínútu eftir sendingu frá landa sínum Patrick Dorgu.

Patrick Dorgu bætti við marki á 25. mínútu eftir sendingu Mason Mount og Amad Diallo kom liðinu í 3-0 eftir 53 mínútur. Ethan Williams skoraði fjórða markið á 72. mínútu.

Matthijs de Ligt varð síðan á að senda boltann í eigið mark tveimur mínútum fyrir leikslok og United náði því ekki að halda hreinu en vann engu að síður stórsigur.

Ruben Amorim ætti að vera ágætlega sáttur með byrjunina á undirbúningstímabilinu því United hefur unnið báða leiki sína, í hinum vann liðið 2-1 sigur á West Ham.

Hér fyrir má sjá öll helstu atvikin úr leiknum en markið hans Höjlund er hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×