Enski boltinn

Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gyoekeres fékk ekki margar mínútur í dag og tókst ekki að skora ekki frekar en liðsfélögum hans.
Viktor Gyoekeres fékk ekki margar mínútur í dag og tókst ekki að skora ekki frekar en liðsfélögum hans. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal tapaði fyrir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur í æfingarleik í Hong Kong í dag.

Tottenham vann leikinn 1-0 þökk sé sigurmarki á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Þetta var merkilegur leikur fyrir Arsenal því Viktor Gyökeres lék þarna sinn fyrsta leik með félaginu.

Arsenal keypti sænska framherjann frá portúgalska félaginu Sporting á dögunum en stuðningsmenn liðsins voru búnir að bíða lengi eftir að félagið keypti markaskorara.

Viktor Gyökeres kom inn á sem varamaður á 77. mínútu leiksins og því var verl fagnað af stuðningsfólki Arsenal á áhorfendapöllunum.

Hann fékk því rúmar fimmtán mínútur í fyrsta leiknum að meðtöldum uppbótatíma.

Arsenal herjaði á Tottenham vörnina á lokamínútunum en tókst ekki að jafna metin.

Pape Sarr skoraði því eina markið á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

Arsenal átti fimmtán skot í leiknum en aðeins eitt þeirra fór á markið. Vænt mörk, xG, var 0,99 hjá liðinu á móti 0,34 hjá Tottenham.

Hér fyrir  neðan má sjá eina mark leiksins.

Klippa: Sjáðu sigurmark Tottenham á móti Arsenal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×