Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 08:21 Laura Dahlmeier með eitt af mörgum gullverðlaunum sem hún vann á stórmótum á ferlinum. Getty/Martin Rose Klifurfélagi Ólympíumeistarans og skíðaskotfimidrottningarinnar Lauru Dahlmeier hefur sagt frá því sem kom fyrir þegar þær voru að klifra saman erfiða klifurleið upp Laila Peak í Pakistan. Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu.
Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira