Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2025 09:00 Styrmir Snær Þrastarson er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Ívar Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. „Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06