Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar 1. ágúst 2025 15:33 Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Lögreglumál Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Mikilvægt er að gleyma því ekki að 52,7% þeirra sem afplánuðu dóm í íslenskum fangelsum á síðasta ári voru erlendir ríkisborgarar en í gæsluvarðhaldi var hlutfallið 68,9% og inn í þá tölu falla einnig hælisleitendur. Landslagið er að breytast, en það er fjarri því að hægt sé að skýra ástandið eingöngu með hælisleitendum og innflytjendum. Með 20 skipulagða glæpahópa hér á landi má ætla að skýringanna sé að leita þangað. Þar sem gerendur eru ungir, þá er það vísbending um að engin aldursmörk séu á þeim hópum, eins og raunin hefur verið í Evrópu. Ríkislögreglustjóri hefur lýst sérstökum áhyggjum af yngsta hópnum, sem er skýr vísbending um að ný nálgun sé nauðsynleg og það strax. Það er ekki hægt að leysa málin með því að útiloka þá hópa sem þegar eru komnir inn í landið. Ef þeir verða settir til hliðar er það uppskrift að aukinni stéttskiptingu og glæpum, því þeir munu ekki fara. Þjónusta við hælisleitendur og innflytjendur verður að taka mið af því. Aðlögun þeirra að íslensku samfélagi er lykilatriði og þar skipta íslenskan og menntun mestu máli. Að öðrum kosti munum við skapa sænskan veruleika hér á landi, þar sem ég þarf að mæta í vinnu í hnífavesti. Að leysa vandann af alvöru Að slá ryki í augu fólks og segja að mesta hættan stafi af hægriöfgamönnum hér á landi er ábyrgðarlaust. Ef eitthvað skapar jarðveg fyrir hægri öfgamennsku hér, þá er það stjórnvöld og stjórnsýslan með því að viðurkenna ekki vandann og koma fram með falsupplýsingar. Þegar lögreglan þarf að sinna hnífamálum þriðja hvern dag er komið að þolmörkum. Bráðum verður þetta líklega ekki frétt lengur, rétt eins og ölvunarakstur um helgar. Það þarf að taka á þessum málum af grjótfestu. Fjársektir, þótt háar séu (300.000 kr.), duga hvergi nærri til. Í stað þess að skipa fleiri nefndir og ráð til að koma fólki fyrir á skrifstofum í „Fílabeinsturninum“, þarf að beina spjótunum að fólkinu á gólfinu og úrræðum sem eru við hæfi. Gleymum því ekki að í desember 2022 voru 3.000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né vinnu. Lögreglan er jafn fámenn og hún var fyrir 20 árum, þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um 100.000 og ferðamönnum um tvær milljónir árlega. Við erum á eftir Norðurlöndunum og stefnum í sama farveg og þau voru í fyrir 10-15 árum. Þegar hnífaárásir verða sjálfsögð frétt í fjölmiðlum landsins er of seint. Við verðum að vakna af alvöru. Höfundur er áhuga maður um betra samfélag.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun