Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Treyjan sem um er ræðir. Mike Ehrmann/Getty Images Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið. Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira
Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið.
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Sjá meira