Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 08:55 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að brúin verði vítamínsprauta fyrir syðri hluta Ítalíu. EPA Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið grænt ljós á brúarframkvæmdir sem munu þvera Messínasund og þannig tengja Sikiley við meginland Ítalíu. Brúin yrði 3,3 kílómetrar að lengd og verður ef af verður, lengsta hengibrú í heimi. Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig. Ítalía Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Sérstök ráðherranefnd ríkisstjórnar Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, greindi frá því í gær að samþykkt hafi verið að ráðast í framkvæmdina sem ráðherrarnir segja að muni verða mikil sprauta fyrir efnahagslíf Ítalíu. Fjölmargir hafa hins vegar gagnrýnt framkvæmdina og segja hana kunna hafa slæm áhrif auk þess að kostnaðurinn sé allt of mikill. Áætlað er að brúarframkvæmdin muni kosta 13 milljarða evra, um 1.900 milljarða króna. Umræður um að tengja Sikiley og meginland Ítalíu með brú hafa staðið svo áratugum skiptir, en ráðherranefndin áætlar nú að framkvæmdum skuli ljúka árið 2032. Gert er ráð fyrir að smíðuð verði hengibrú sem yrði jafnframt sú lengsta í heimi. Lengsta hengibrú í heimi er nú Canakkale-brúin í Tyrklandi, rétt rúmlega tveggja kílómetra löng. Çanakkale-brúin í Tyrklandi er nú lengsta hengibrú í heimi, alls rétt rúmlega tveir kílómetrar að lengd.Getty Meloni segir að framkvæmdin, sem yrði fjármögnuð af ríkinu, yrði vítamínsprauta fyrir suðurhluta landsins sem sé fátækari en nyrðri hluti landsins. „Þetta er ekki auðvelt verkefni en við lítum á þetta sem fjárfestingu í nútíð og framtíð Ítalíu. Okkur líkar hins vegar við erfiðar áskoranir þegar þær eru skynsamlegar.“ Andstæðingar framkvæmdanna hafa bent á að varasamt sé að smíða brú á þessu svæði þar sem jarðskjálftar séu svo tíðir. Kostnaðurinn sé sömuleiðis mikill, hætta sé á umhverfisslysum og þá sé hætta á að mafían komi til með að lauma sér inn í verktakasamninga við gerð brúarinnar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar ganga út á að á brúnni verði tvö lestarspor og þrjár akreinar fyrir bílaumferð í hvora átt fyrir sig.
Ítalía Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira