Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun