Erlent

Eldur kviknaði í sögu­frægri dóm­kirkju

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
José María Bellido borgarstjóri Córdoba segir dómkirkjuna hafa sloppið vel undan eldinum.
José María Bellido borgarstjóri Córdoba segir dómkirkjuna hafa sloppið vel undan eldinum. EPA

Slökkviliðsmenn voru fljótir að bregðast við þegar eldur kviknaði í þúsund ára gamalli dómkirkju í borginni Córdoba á Spáni í gær. 

Myndbönd af atburðinum sýna reyk leggja frá kirkjunni í gærkvöldi. Erlendir miðlar greina frá því að kviknað hafi í götusópi og að eldurinn hafi borist í bygginguna.

„Virkinu er bjarhað. Eldurinn breiðir ekki úr sér. Það verða sem sagt engar hamfarir,“ sagði José María Bellido borgarstjóri Córdoba í sjónvarpsviðtali vegna eldsins.

La Mezquita var byggð á áttundu öld undir stjórn Ommejada, þá sem moska. Þegar kristnir menn lögðu undir sig Spán á þrettándu öld undir stjórn Ferdinand þriðja var moskunni breytt í dómkirkju. Byggingin er eitt helsta kennileiit borgarinnar og í frétt Guardian segir að um tvær milljónir heimsæki borgina ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×