Körfubolti

Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frá­bæra byrjun

Árni Jóhannsson skrifar
Sara Boama gegn Tyrklandi. Átti mjög góðan leik
Sara Boama gegn Tyrklandi. Átti mjög góðan leik FIBA.BASKETBALL

Íslenska tuttuga ára landslið kvenna í körfuknattleik lék í dag gegn Tyrklandi um sjöunda sætið í A-Evrópukeppninnar. Stelpurnar okkar byrjuðu frábærlega en annar og þriðji leikhluti urðu liðinu að falli. Lokatölur 73-65 fyrir Tyrkland og Ísland lenti í áttunda sæti.

Ísland leiddi með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta 28-18 og komst í 31-18 í upphafi annars leikhluta. Tyrkir hinsvegar svöruðu því með því að vinna næstu tvo leikhluta og snúa leiknum sér í vil. Annan leikhlutann unnu þær tyrknesku 22-15 og svo læstu þær algjörlega þriðja leikhlutanum 22-8. 

Ísland lagði ekki árar í bát og þjörmuðu vel að andstæðingi sínum í lokaleikhlutanum. Staðan var 66-62 fyrir Tyrkland þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum en lengra komst íslenska liðið ekki og Tyrkland sigldi heim átta stig sigri 73-65.

Kolbrún Ármannsdóttir var stigahæst.FIBA.BASKETBALL

Atkvæðamestar í íslenska liðinu voru þær Kolbrún Ármannsdóttir, sem skoraði 14 stig og Sara Líf Boama sem skoraði níu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Sara var hinsvegar ótrúleg á varnarhelming vallarins og stal sjö boltum í heildina og endaði með 20 framlagsstig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×