Innlent

Ís­lendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maðurinn var í bænum Novelda á Spáni.
Maðurinn var í bænum Novelda á Spáni. Getty

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er þungt haldinn eftir að hafa fengið hitaslag, að sögn spænskra fjölmiðla. Hann dvelur nú á sjúkrahúsi í Alicante-héraði.

Maðurinn er sagður hafa fundist um eittleytið um síðustu nótt í bænum Novelda. Hann mun þá hafa verið með 42 stiga hita. Viðbragðsaðilar hafi flutt hann á sjúkrahús.

Mikil hitabylgja er nú á Spáni og víðar í sunnanverðri Evrópu. Gróðureldar geysa og þúsundir manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Einhverjir hafa látist vegna þessa.

Í Alicante-héraði er nú gul viðvörun vegna hitans, en víða annars staðar er appelsínugul eða rauð viðvörun í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×