Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar 14. ágúst 2025 09:02 Ég get ekki orða bundist lengur og þagað þunnu hljóði yfir þessu og mér finnst ég bera skyldu til að verja fyrrverandi nemanda minn sem varð fyrir svo hrottalegu einelti á vinnustað eftir að hann hætti hjá mér. Hann er í dag 75% öryrki og örkumlaður til lífstíðar, aðeins 22 ára og líf hans var lagt í rúst. Ég myndi ekki vilja óska neinum að fara í gegnum þær þjáningar sem hann hefur þurft að upplifa eftir þetta og á hverjum einasta degi, nema þessum fávitum sem voru valdir að þessu. Þeir hafa sannað það svo ekki sé um villst að síðasta fíflið er ekki fætt. Þessi drengur kom fyrir nokkrum árum ásamt bróður sínum í Fjölsmiðjuna til mín og þeir unnu á minni deild. Jafnframt sóttu þeir skóla innan Fjölsmiðjunnar og utan hennar á okkar vegum. Þessir drengir komu frá landi sem heitir Tadsíkistan í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Kína, Kirgistan og Úsbekistan. Þar af leiðandi voru þeir uppaldir við aðra siði, venjur og önnur trúarbrögð. Ég fann aldrei fyrir því að þessir drengir aðlöguðust ekki okkur, það gerðu þeir svo sannarlega og þeir lögðu sig 100% fram við að læra íslensku og öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur, hvort heldur það var í námi eða vinnu. Það var ekki til í þeim neitt sem heitir öfgar eða trúarofstæki og lengi vel vissi ég ekki hvers trúar þeir væru enda skiptir það engu máli í mínum huga. Þetta voru bara innflytjendur sem komu hingað til lands í leit að betra lífi og þeir komu hingað ásamt móður þeirra og litla bróður. Þetta fólk ætlaði sér aldrei að leggjast upp á aðra eða okkar kerfi heldur hafa þeir bræðurnir með gífurlegum dugnaði og atorkusemi séð fyrir sér og sínum. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei á minni ævi kynnst öðrum eins ljúfmönnum og harðduglegum einstaklingum sem dreyma jafn sterkt um að fá að tilheyra íslensku samfélagi og þeir hafa gert tilraun til að fá íslenskan ríkisborgararétt en var hafnað. Eftir að þeir fóru frá okkur héldum við alltaf sambandi við þá; við höfum fylgst með þeim með aðdáun í fjarlægð og hvernig þeir voru að plumma sig í íslensku samfélagi. Meira að segja hafði annar þeirra haldið ræðu á íslensku fyrir fullum sal í Hörpu þegar hann var verðlaunaður fyrir framúrskarandi framúrstöðu í skóla. Síðan kom sumarfrí og þá fóru þeir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu. Annar þeirra var heppinn og komst á góðan vinnustað en hinn var ekki eins heppinn og fór að vinna á stórum íslenskum vinnustað þar sem voru innandyra fávitar og fífl sem komu fram við hann eins og annars flokks þegn og lögðu hann í hrottalegt einelti. Sem dæmi þurfti hann að skríða eftir gólfum og tína upp karamellubréf á meðan sá sem skipaði honum sat í lyftara og benti honum hvert hann ætti að skríða. Þeir neituðu að tala við hann á íslensku og reyndu að koma því þannig fyrir að hann kæmi alltaf of seint í hina vinnuna sem hann sótti með því að hleypa honum ekki úr vinnu nema á síðustu stundu þannig að hann kom of seint þangað. Samt var dagsverkinu lokið hjá þeim þannig að hann hefði svo auðveldlega getað komist á réttum tíma á hinn vinnustaðinn en þeir gerðu sér að leik að kvelja hann svona. Eins var hann látinn klifra upp á stæður þar sem vörubretti eru geymd sem enginn annar þurfti að gera og er að auki stórhættulegt. Síðan kom svarti dagurinn, 27. júlí 2023, þegar eineltið náði sínum efstu hæðum sem endaði þannig að drengurinn „varð“ undir lyftara þar sem þetta vitgranna fífl var að fjarstýra honum sem endaði með því að hann keyrði, þvert yfir hann og bakkaði svo til baka. Þannig að fótur hans fór í mél, mjöðm, hendi og öxl og bak og er það kraftaverk að hann skuli vera á lífi í dag þótt dekkið á lyftaranum snerti eyrnasnepil hans. Í dag bíður hans að vera örkumla til lífstíðar. Drengurinn fullyrðir það við mig að þetta var ekki slys heldur ásetningur og ef ég trúi einhverjum í þessu þá er það honum. Fyrir hvað var það að vera öðruvísi útlits eða af því að hann talaði ekki fullkomna íslensku? Hver getur skýringin verið? Og það sem er verst er að gerandinn fékk einungis áminningu í starfi. Hvert erum við eiginlega komin á meðan drengurinn líður vítiskvalir alla daga og mun örugglega gera allt sitt líf og það er ekki enn búið að rannsaka málið til hlítar þó svo að liðin séu tvö ár síðan? Þessi drengur hefur verið að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til útlanda og það hefur ekki komið króna frá fyrrverandi vinnuveitanda eða nokkur stuðningur frá þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur og þagað þunnu hljóði yfir þessu og mér finnst ég bera skyldu til að verja fyrrverandi nemanda minn sem varð fyrir svo hrottalegu einelti á vinnustað eftir að hann hætti hjá mér. Hann er í dag 75% öryrki og örkumlaður til lífstíðar, aðeins 22 ára og líf hans var lagt í rúst. Ég myndi ekki vilja óska neinum að fara í gegnum þær þjáningar sem hann hefur þurft að upplifa eftir þetta og á hverjum einasta degi, nema þessum fávitum sem voru valdir að þessu. Þeir hafa sannað það svo ekki sé um villst að síðasta fíflið er ekki fætt. Þessi drengur kom fyrir nokkrum árum ásamt bróður sínum í Fjölsmiðjuna til mín og þeir unnu á minni deild. Jafnframt sóttu þeir skóla innan Fjölsmiðjunnar og utan hennar á okkar vegum. Þessir drengir komu frá landi sem heitir Tadsíkistan í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Kína, Kirgistan og Úsbekistan. Þar af leiðandi voru þeir uppaldir við aðra siði, venjur og önnur trúarbrögð. Ég fann aldrei fyrir því að þessir drengir aðlöguðust ekki okkur, það gerðu þeir svo sannarlega og þeir lögðu sig 100% fram við að læra íslensku og öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur, hvort heldur það var í námi eða vinnu. Það var ekki til í þeim neitt sem heitir öfgar eða trúarofstæki og lengi vel vissi ég ekki hvers trúar þeir væru enda skiptir það engu máli í mínum huga. Þetta voru bara innflytjendur sem komu hingað til lands í leit að betra lífi og þeir komu hingað ásamt móður þeirra og litla bróður. Þetta fólk ætlaði sér aldrei að leggjast upp á aðra eða okkar kerfi heldur hafa þeir bræðurnir með gífurlegum dugnaði og atorkusemi séð fyrir sér og sínum. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei á minni ævi kynnst öðrum eins ljúfmönnum og harðduglegum einstaklingum sem dreyma jafn sterkt um að fá að tilheyra íslensku samfélagi og þeir hafa gert tilraun til að fá íslenskan ríkisborgararétt en var hafnað. Eftir að þeir fóru frá okkur héldum við alltaf sambandi við þá; við höfum fylgst með þeim með aðdáun í fjarlægð og hvernig þeir voru að plumma sig í íslensku samfélagi. Meira að segja hafði annar þeirra haldið ræðu á íslensku fyrir fullum sal í Hörpu þegar hann var verðlaunaður fyrir framúrskarandi framúrstöðu í skóla. Síðan kom sumarfrí og þá fóru þeir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu. Annar þeirra var heppinn og komst á góðan vinnustað en hinn var ekki eins heppinn og fór að vinna á stórum íslenskum vinnustað þar sem voru innandyra fávitar og fífl sem komu fram við hann eins og annars flokks þegn og lögðu hann í hrottalegt einelti. Sem dæmi þurfti hann að skríða eftir gólfum og tína upp karamellubréf á meðan sá sem skipaði honum sat í lyftara og benti honum hvert hann ætti að skríða. Þeir neituðu að tala við hann á íslensku og reyndu að koma því þannig fyrir að hann kæmi alltaf of seint í hina vinnuna sem hann sótti með því að hleypa honum ekki úr vinnu nema á síðustu stundu þannig að hann kom of seint þangað. Samt var dagsverkinu lokið hjá þeim þannig að hann hefði svo auðveldlega getað komist á réttum tíma á hinn vinnustaðinn en þeir gerðu sér að leik að kvelja hann svona. Eins var hann látinn klifra upp á stæður þar sem vörubretti eru geymd sem enginn annar þurfti að gera og er að auki stórhættulegt. Síðan kom svarti dagurinn, 27. júlí 2023, þegar eineltið náði sínum efstu hæðum sem endaði þannig að drengurinn „varð“ undir lyftara þar sem þetta vitgranna fífl var að fjarstýra honum sem endaði með því að hann keyrði, þvert yfir hann og bakkaði svo til baka. Þannig að fótur hans fór í mél, mjöðm, hendi og öxl og bak og er það kraftaverk að hann skuli vera á lífi í dag þótt dekkið á lyftaranum snerti eyrnasnepil hans. Í dag bíður hans að vera örkumla til lífstíðar. Drengurinn fullyrðir það við mig að þetta var ekki slys heldur ásetningur og ef ég trúi einhverjum í þessu þá er það honum. Fyrir hvað var það að vera öðruvísi útlits eða af því að hann talaði ekki fullkomna íslensku? Hver getur skýringin verið? Og það sem er verst er að gerandinn fékk einungis áminningu í starfi. Hvert erum við eiginlega komin á meðan drengurinn líður vítiskvalir alla daga og mun örugglega gera allt sitt líf og það er ekki enn búið að rannsaka málið til hlítar þó svo að liðin séu tvö ár síðan? Þessi drengur hefur verið að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til útlanda og það hefur ekki komið króna frá fyrrverandi vinnuveitanda eða nokkur stuðningur frá þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun