Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar 14. ágúst 2025 09:02 Ég get ekki orða bundist lengur og þagað þunnu hljóði yfir þessu og mér finnst ég bera skyldu til að verja fyrrverandi nemanda minn sem varð fyrir svo hrottalegu einelti á vinnustað eftir að hann hætti hjá mér. Hann er í dag 75% öryrki og örkumlaður til lífstíðar, aðeins 22 ára og líf hans var lagt í rúst. Ég myndi ekki vilja óska neinum að fara í gegnum þær þjáningar sem hann hefur þurft að upplifa eftir þetta og á hverjum einasta degi, nema þessum fávitum sem voru valdir að þessu. Þeir hafa sannað það svo ekki sé um villst að síðasta fíflið er ekki fætt. Þessi drengur kom fyrir nokkrum árum ásamt bróður sínum í Fjölsmiðjuna til mín og þeir unnu á minni deild. Jafnframt sóttu þeir skóla innan Fjölsmiðjunnar og utan hennar á okkar vegum. Þessir drengir komu frá landi sem heitir Tadsíkistan í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Kína, Kirgistan og Úsbekistan. Þar af leiðandi voru þeir uppaldir við aðra siði, venjur og önnur trúarbrögð. Ég fann aldrei fyrir því að þessir drengir aðlöguðust ekki okkur, það gerðu þeir svo sannarlega og þeir lögðu sig 100% fram við að læra íslensku og öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur, hvort heldur það var í námi eða vinnu. Það var ekki til í þeim neitt sem heitir öfgar eða trúarofstæki og lengi vel vissi ég ekki hvers trúar þeir væru enda skiptir það engu máli í mínum huga. Þetta voru bara innflytjendur sem komu hingað til lands í leit að betra lífi og þeir komu hingað ásamt móður þeirra og litla bróður. Þetta fólk ætlaði sér aldrei að leggjast upp á aðra eða okkar kerfi heldur hafa þeir bræðurnir með gífurlegum dugnaði og atorkusemi séð fyrir sér og sínum. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei á minni ævi kynnst öðrum eins ljúfmönnum og harðduglegum einstaklingum sem dreyma jafn sterkt um að fá að tilheyra íslensku samfélagi og þeir hafa gert tilraun til að fá íslenskan ríkisborgararétt en var hafnað. Eftir að þeir fóru frá okkur héldum við alltaf sambandi við þá; við höfum fylgst með þeim með aðdáun í fjarlægð og hvernig þeir voru að plumma sig í íslensku samfélagi. Meira að segja hafði annar þeirra haldið ræðu á íslensku fyrir fullum sal í Hörpu þegar hann var verðlaunaður fyrir framúrskarandi framúrstöðu í skóla. Síðan kom sumarfrí og þá fóru þeir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu. Annar þeirra var heppinn og komst á góðan vinnustað en hinn var ekki eins heppinn og fór að vinna á stórum íslenskum vinnustað þar sem voru innandyra fávitar og fífl sem komu fram við hann eins og annars flokks þegn og lögðu hann í hrottalegt einelti. Sem dæmi þurfti hann að skríða eftir gólfum og tína upp karamellubréf á meðan sá sem skipaði honum sat í lyftara og benti honum hvert hann ætti að skríða. Þeir neituðu að tala við hann á íslensku og reyndu að koma því þannig fyrir að hann kæmi alltaf of seint í hina vinnuna sem hann sótti með því að hleypa honum ekki úr vinnu nema á síðustu stundu þannig að hann kom of seint þangað. Samt var dagsverkinu lokið hjá þeim þannig að hann hefði svo auðveldlega getað komist á réttum tíma á hinn vinnustaðinn en þeir gerðu sér að leik að kvelja hann svona. Eins var hann látinn klifra upp á stæður þar sem vörubretti eru geymd sem enginn annar þurfti að gera og er að auki stórhættulegt. Síðan kom svarti dagurinn, 27. júlí 2023, þegar eineltið náði sínum efstu hæðum sem endaði þannig að drengurinn „varð“ undir lyftara þar sem þetta vitgranna fífl var að fjarstýra honum sem endaði með því að hann keyrði, þvert yfir hann og bakkaði svo til baka. Þannig að fótur hans fór í mél, mjöðm, hendi og öxl og bak og er það kraftaverk að hann skuli vera á lífi í dag þótt dekkið á lyftaranum snerti eyrnasnepil hans. Í dag bíður hans að vera örkumla til lífstíðar. Drengurinn fullyrðir það við mig að þetta var ekki slys heldur ásetningur og ef ég trúi einhverjum í þessu þá er það honum. Fyrir hvað var það að vera öðruvísi útlits eða af því að hann talaði ekki fullkomna íslensku? Hver getur skýringin verið? Og það sem er verst er að gerandinn fékk einungis áminningu í starfi. Hvert erum við eiginlega komin á meðan drengurinn líður vítiskvalir alla daga og mun örugglega gera allt sitt líf og það er ekki enn búið að rannsaka málið til hlítar þó svo að liðin séu tvö ár síðan? Þessi drengur hefur verið að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til útlanda og það hefur ekki komið króna frá fyrrverandi vinnuveitanda eða nokkur stuðningur frá þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur og þagað þunnu hljóði yfir þessu og mér finnst ég bera skyldu til að verja fyrrverandi nemanda minn sem varð fyrir svo hrottalegu einelti á vinnustað eftir að hann hætti hjá mér. Hann er í dag 75% öryrki og örkumlaður til lífstíðar, aðeins 22 ára og líf hans var lagt í rúst. Ég myndi ekki vilja óska neinum að fara í gegnum þær þjáningar sem hann hefur þurft að upplifa eftir þetta og á hverjum einasta degi, nema þessum fávitum sem voru valdir að þessu. Þeir hafa sannað það svo ekki sé um villst að síðasta fíflið er ekki fætt. Þessi drengur kom fyrir nokkrum árum ásamt bróður sínum í Fjölsmiðjuna til mín og þeir unnu á minni deild. Jafnframt sóttu þeir skóla innan Fjölsmiðjunnar og utan hennar á okkar vegum. Þessir drengir komu frá landi sem heitir Tadsíkistan í Mið-Asíu með landamæri að Afganistan, Kína, Kirgistan og Úsbekistan. Þar af leiðandi voru þeir uppaldir við aðra siði, venjur og önnur trúarbrögð. Ég fann aldrei fyrir því að þessir drengir aðlöguðust ekki okkur, það gerðu þeir svo sannarlega og þeir lögðu sig 100% fram við að læra íslensku og öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur, hvort heldur það var í námi eða vinnu. Það var ekki til í þeim neitt sem heitir öfgar eða trúarofstæki og lengi vel vissi ég ekki hvers trúar þeir væru enda skiptir það engu máli í mínum huga. Þetta voru bara innflytjendur sem komu hingað til lands í leit að betra lífi og þeir komu hingað ásamt móður þeirra og litla bróður. Þetta fólk ætlaði sér aldrei að leggjast upp á aðra eða okkar kerfi heldur hafa þeir bræðurnir með gífurlegum dugnaði og atorkusemi séð fyrir sér og sínum. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég aldrei á minni ævi kynnst öðrum eins ljúfmönnum og harðduglegum einstaklingum sem dreyma jafn sterkt um að fá að tilheyra íslensku samfélagi og þeir hafa gert tilraun til að fá íslenskan ríkisborgararétt en var hafnað. Eftir að þeir fóru frá okkur héldum við alltaf sambandi við þá; við höfum fylgst með þeim með aðdáun í fjarlægð og hvernig þeir voru að plumma sig í íslensku samfélagi. Meira að segja hafði annar þeirra haldið ræðu á íslensku fyrir fullum sal í Hörpu þegar hann var verðlaunaður fyrir framúrskarandi framúrstöðu í skóla. Síðan kom sumarfrí og þá fóru þeir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu. Annar þeirra var heppinn og komst á góðan vinnustað en hinn var ekki eins heppinn og fór að vinna á stórum íslenskum vinnustað þar sem voru innandyra fávitar og fífl sem komu fram við hann eins og annars flokks þegn og lögðu hann í hrottalegt einelti. Sem dæmi þurfti hann að skríða eftir gólfum og tína upp karamellubréf á meðan sá sem skipaði honum sat í lyftara og benti honum hvert hann ætti að skríða. Þeir neituðu að tala við hann á íslensku og reyndu að koma því þannig fyrir að hann kæmi alltaf of seint í hina vinnuna sem hann sótti með því að hleypa honum ekki úr vinnu nema á síðustu stundu þannig að hann kom of seint þangað. Samt var dagsverkinu lokið hjá þeim þannig að hann hefði svo auðveldlega getað komist á réttum tíma á hinn vinnustaðinn en þeir gerðu sér að leik að kvelja hann svona. Eins var hann látinn klifra upp á stæður þar sem vörubretti eru geymd sem enginn annar þurfti að gera og er að auki stórhættulegt. Síðan kom svarti dagurinn, 27. júlí 2023, þegar eineltið náði sínum efstu hæðum sem endaði þannig að drengurinn „varð“ undir lyftara þar sem þetta vitgranna fífl var að fjarstýra honum sem endaði með því að hann keyrði, þvert yfir hann og bakkaði svo til baka. Þannig að fótur hans fór í mél, mjöðm, hendi og öxl og bak og er það kraftaverk að hann skuli vera á lífi í dag þótt dekkið á lyftaranum snerti eyrnasnepil hans. Í dag bíður hans að vera örkumla til lífstíðar. Drengurinn fullyrðir það við mig að þetta var ekki slys heldur ásetningur og ef ég trúi einhverjum í þessu þá er það honum. Fyrir hvað var það að vera öðruvísi útlits eða af því að hann talaði ekki fullkomna íslensku? Hver getur skýringin verið? Og það sem er verst er að gerandinn fékk einungis áminningu í starfi. Hvert erum við eiginlega komin á meðan drengurinn líður vítiskvalir alla daga og mun örugglega gera allt sitt líf og það er ekki enn búið að rannsaka málið til hlítar þó svo að liðin séu tvö ár síðan? Þessi drengur hefur verið að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til útlanda og það hefur ekki komið króna frá fyrrverandi vinnuveitanda eða nokkur stuðningur frá þeim. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun