Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2025 14:04 Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara, þrátt fyrir stórkostlegar pólitískar æfingar Donald Trump. Getty/Meg Oliphant Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan. Eins og Vísir hefur áður greint frá, „flúðu“ tugir ríkisþingmanna Demókrataflokksins frá Texas til Illinois til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu knúið fram atkvæðagreiðslu um breytinguna, sem mun líklega tryggja Repúblikanaflokknum fimm þingsæti til viðbótar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Við megum ekki bara standa aðgerðalaus og láta hjá líða kerfisbundnar árásir á lýðræðið. Þannig, vegna hugrekkis ykkar, þá höfum við séð Kaliforníu bregðast við og önnur ríki athuga hvað þau geta gert til að jafna út þetta kjördæmasvindl,“ sagði Obama á Zoom-fundi. Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara frá því að hann lét af embætti og ákvörðun hans um að tjá sig nú þykir þannig til marks um alvarleika málsins. Demókratarnir í Texas hyggjast snúa aftur um helgina og gera má ráð fyrir að kjördæmabreytingarnar verði knúðar í gegn á næstunni. Stjórnvöld í Kaliforníu og víðar hyggjast hins vegar freista þess að grípa til mótvægisaðgerða til að jafna leikinn. Gera má ráð fyrir að málið muni rata fyrir dómstóla en Obama sagði það alltént ekki yrðu leyst á næstunni. Bandaríska þjóðin þyrfti að átta sig á stöðunni og því að hún gæti ekki gengið að frelsinu og lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut. Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Eins og Vísir hefur áður greint frá, „flúðu“ tugir ríkisþingmanna Demókrataflokksins frá Texas til Illinois til að koma í veg fyrir að Repúblikanar gætu knúið fram atkvæðagreiðslu um breytinguna, sem mun líklega tryggja Repúblikanaflokknum fimm þingsæti til viðbótar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Við megum ekki bara standa aðgerðalaus og láta hjá líða kerfisbundnar árásir á lýðræðið. Þannig, vegna hugrekkis ykkar, þá höfum við séð Kaliforníu bregðast við og önnur ríki athuga hvað þau geta gert til að jafna út þetta kjördæmasvindl,“ sagði Obama á Zoom-fundi. Obama hefur látið fremur lítið fyrir sér fara frá því að hann lét af embætti og ákvörðun hans um að tjá sig nú þykir þannig til marks um alvarleika málsins. Demókratarnir í Texas hyggjast snúa aftur um helgina og gera má ráð fyrir að kjördæmabreytingarnar verði knúðar í gegn á næstunni. Stjórnvöld í Kaliforníu og víðar hyggjast hins vegar freista þess að grípa til mótvægisaðgerða til að jafna leikinn. Gera má ráð fyrir að málið muni rata fyrir dómstóla en Obama sagði það alltént ekki yrðu leyst á næstunni. Bandaríska þjóðin þyrfti að átta sig á stöðunni og því að hún gæti ekki gengið að frelsinu og lýðræðinu sem sjálfsögðum hlut.
Bandaríkin Barack Obama Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira