Erlent

Sex­tug kona lést í lestar­slysi í Dan­mörku

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Danska lögreglan er á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Danska lögreglan er á vettvangi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. epa

Sextug kona lést í eftir að lest fór út af sporinu á suðurhluta Jótlands síðdegis. Fimm slösuðust alvarlega og eru tveir enn í alvarlegu ástandi. 22 voru með minniháttar meiðsli eftir slysið.

Lestin var á leið frá Kaupmannahöfn til Sønderborg en fór út af sporinu á milli bæjanna Tinglev og Kliplev. Af ljósmyndum sem fréttastofa TV2 hefur af vettvangi má sjá að að minnsta kosti tveir vagnar virðast hafa farið út af sporinu.

95 farþegar voru um borð í lestinni þegar slysið átti sér stað en á meðal þeirra var hópur af grunnskólabörnum. 25 grunnskólabörn voru um borð í lestinni þar sem þau voru í skólaferðalagi. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×