Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. ágúst 2025 14:01 Svona er umhorfs eftir eldinn í nótt. Sveinn Heiðar Fólk hefur búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greinir frá því í samtali við fréttastofu og segir að félagið og aðrir hafi talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
„Síðustu árin hafa bæði einstaklingar verið að hreiðra um sig, koma sér þarna fyrir og búa þarna. Svo hefur verið starfsemi sem tengist ekkert hestamennsku,“ segir Sveinn. „Við viljum að einhver taki á þessu, og virkilega gangi í málið. Það á enginn að búa þarna.“ Umræddur eldur kom upp í Hlíðarþúfum. Greint var frá því í morgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Þórarinn Þórarinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að smá eldur hafi aftur komið upp snemma í morgun. Þeir hafi því þurft að fara aftur á vettvang. Slíkt geti oft gerst þegar kviknar í eldri húsum. Eldsupptök liggja ekki fyrir og fer lögreglan með rannsókn málsins. Raftæki auki hættuna „Þarna í Hlíðarþúfum eru gömul hús, meira en þrjátíu ára gömul, og þegar menn fara að búa þarna fara þeir að drösla alls konar raftækjum og alls konar dóti inn, sem eykur hættuna á því sem akkúrat gerðist í nótt,“ segir Sveinn sem bendir þó á að hann viti ekki hver eldsupptökin voru þarna. „Ég er ekki að ýja að neinu með það. Það sem ég er að segja að þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár,“ segir hann. Guðs mildi að ekki fór verr Hefði eldurinn komið upp til að mynda í mars eða apríl telur Sveinn að þetta hefði endað talsvert verr. „Það er Guðs mildi að þetta gerðist akkúrat þarna á þessum tíma. Það voru ekki nokkur hross eða nokkur í þessum húsum. Þannig það varð enginn skaði, nema að þarna eru auðvitað tvö hús sem eru ónýt.“ Að sögn Sveins mun stjórn Hestamannfélag Sörla koma saman í vikunni og senda þá erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sveinn telur að þetta hefði getað endað talsvert verr hefði eldurinn komið upp á öðrum árstíma.Sveinn Heiðar Oft þurfi eitthvað að gerast svo fólk opni augun Hann líkir því að þarna hafi fólk búið við ólöglega búsetu í iðnaðarhúsnæðum. Þar séu ekki sömu brunaúrræði og eigi að vera í íbúðahúsnæði. Þarna eigi ekki að vera margt annað en hestar og það sem tengist þeim. „Það eru engin geimvísindi að í hesthúsum er kolólöglegt að búa,“ segir hann. „Ég verð bara að segja að það er mjög einkennilegt að ekki hafi verið gengið í þessi mál. Það er nú samt bara oft þannig að oft þurfa hlutirnir að gerast svo augun opnist.“ Eigandi vissi ekki að maður byggi í húsinu Sveinn greinir frá því að fyrir einhverjum árum hafi hann lent í því að maður hafði hreiðrað um sig í hesthúsinu við hliðina á honum. „Það stóð tómt húsið. Það var allt í einu maður búinn að koma sér fyrir. Eigandinn vissi ekki neitt. Ég sagði honum að þarna væru endalaus partíhöld og tómt vesen. Hann kom af fjöllum karlanginn, hafði ekki komið þarna í einhverja mánuði. Sá sem bjó þarna út var búinn að stórskemma húsið.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Hestar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira