Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2025 19:30 Hér má sjá grjótvarnargarðinn við Miðfjarðará. Aðsend/Magnús Magnússon Miðfjarðará hefur verið lokað með öflugum grjótgarði til að koma í veg fyrir að sjókvíaeldislax komist í ána. Formaður veiðifélags árinnar segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokki sjókvíaeldis og vill að stigið verði fastar til jarðar í nýju frumvarpi. Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“ Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Fyrir helgi ákvað veiðifélag Miðfjarðarár að loka ánni með grjótgarði neðarlega á laxveiðisvæðinu. Ákvörðunin var tekin eftir fund hagmunaaðila á fimmtudag og í samráði við fiskifræðing og leigutaka Miðfjarðarár. „Við áttum grjót í handraðanum, gjaldeyrisvarasjóð sem við höfðum ætlað að nota í veiðistaðagerð og það kom sér vel í þessu tilfelli og gátum notað hann til að búa til þennan garð,“ sagði Magnús Magnússon formaður Veiðifélags Miðfirðinga í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stórar vinnuvélar voru fengnar til verkefnisins.Aðsend/Magnús Magnússon Magnús segir að ekki hafi þurft mörg orð til að fá menn á staðinn að vinna verkið en stórvirkar vinnuvélar voru notaðar við grjótgarðagerðina. Hann segir alla meðvitaða um áhættuna sem fylgir því að eldislax komist í ána. Hætta sé á erfðablöndun og sjúkdómum auk áhrifa á gæði árinnar og markaðsstarfsemi. Slys sem þetta virðist vera hluti af mynstri. „Menn voru bara boðnir og búnir. Við höfum rætt þennan vanda og mögulega áhættu á undanförum árum í veiðifélaginu og á aðalfundum margoft.“ Grjótgarðurinn er neðarlega í Miðfjarðar, eins neðarlega og hægt var að sögn Magnúsar. „Þarna fyrir neðan er lax- og silungsveiðisvæði. Þar sem aðstæður voru mögulegar, bakki góður öðru megin og malarkambur hinu megin. Þetta er fyrir neðan hyl sem heitir Teighúsahylur og margir veiðimenn kannast við.“ „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar, það er alveg greinilegt“ Frumvarp um fiskeldi var lagt fyrir vorið 2024 en hlaut ekki afgreiðslu á Alþingi. Magnús segir stjórnvöld hafa dregið lappirnar í málaflokknum og segir það alvarlegt mál ef frumvarpið verði lagt fram á nýjan leik í óbreyttri mynd, stíga verði fastar til jarðar. Sjókvíaeldi í opnum sjókvíum sé gamaldags hugsun. „Ef illa fer þá er ekki bara okkar ár heldur laxveiðiár vítt og breitt um landið í hættu, stofninn í hættu og öll starfsemi sem er í kringum veiðifélög og fyrirtæki leigutaka. Þetta er gríðarleg velta í heildina, þetta varðar starfsemina og byggðafestu í landinu vítt og breitt.“ Hann segir grundvallaratriði að villti laxastofninn fái að njóta vafans. „Kvíarnar eru ekki nægilega öruggar sem er verið að vinna með núna, það er alveg greinilegt. Við getum ekki skrifað upp á það, við getum ekki samþykkt þetta að það verði nýtt eldisfrumvarp þar sem er ekki tekið tillit til villta laxastofnsins og að hann fái að njóta vafans. Það er bara stórt grundvallaratriði.“
Stangveiði Fiskeldi Húnaþing vestra Sjókvíaeldi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira