Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:32 Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun