Isak skrópar á verðlaunahátíð Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Isak mun ekki láta sjá sig á verðlaunahátíð kvöldsins. EPA/ADAM VAUGHAN Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag. ESPN greinir frá. Isak muni ekki láta sjá sig á hátíðinni í kvöld sem haldin er af leikmannasamtökum Englands, PFA, vegna óvissu um framtíð hans. Isak hefur verið orðaður við Liverpool og hefur ekki æft með Newcastle síðustu vikur til að reyna að knýja fram skipti. Isak er tilnefndur sem besti leikmaður ársins á Englandi, en hann skoraði 23 mörk fyrir Newcastle á síðustu leiktíð. Auk Isaks eru Mohamed Salah, Alexis Mac Allister, Declan Rice, Cole Palmer og Bruno Fernandes tilnefndir til verðlaunanna en fastlega er búist við því að Egyptinn Salah hreppi hnossið. PFA mun einnig opinbera lið ársins á Englandi, en fastlega er búist við því að Isak verði þar á blaði. Isak er 25 ára gamall og á í deilum við vinnuveitendur sína á Norður-Englandi. Óvissa hefur verið um framtíð framherjans í allt sumar. Liverpool hefur lagt fram eitt tilboð í Svíann en því var snarlega hafnað. Alan Shearer, sem er goðsögn hjá Newcastle, gagnrýndi hegðun Isaks í Match of the Day á BBC um helgina. Isak er enn leikmaður þeirra svarthvítu og útlit er fyrir að Newcastle vilji ekki heimila honum að fara fyrr en annar framherji hefur fundist í staðinn. Þónokkrir framherjar hafa hafnað Newcastle í sumar, þar á meðal Joao Pedro og Liam Delap sem fóru báðir til Chelsea, sem og Benjamin Sesko sem fór til Manchester United og Hugo Ekitike sem fór til Liverpool. Liverpool er sagt á tánum og sækist enn eftir kröftum Isaks en ekki er talið að félagið leggi annað tilboð fram fyrr en Newcastle sýnir að liðið sé tilbúið að ræða skiptin frekar. Liverpool vann 4-2 sigur á Bournemouth í fyrsta leik liðsins á tímabilinu á föstudagskvöldið var. Newcastle gerði markalaust jafntefli við Aston Villa á laugardag. Liðin mætast í næstu umferð deildarinnar, á St. James' Park í Newcastle, á mánudagskvöldið kemur. Sá leikur, líkt og allir aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni, verður í beinni á Sýn Sport. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
ESPN greinir frá. Isak muni ekki láta sjá sig á hátíðinni í kvöld sem haldin er af leikmannasamtökum Englands, PFA, vegna óvissu um framtíð hans. Isak hefur verið orðaður við Liverpool og hefur ekki æft með Newcastle síðustu vikur til að reyna að knýja fram skipti. Isak er tilnefndur sem besti leikmaður ársins á Englandi, en hann skoraði 23 mörk fyrir Newcastle á síðustu leiktíð. Auk Isaks eru Mohamed Salah, Alexis Mac Allister, Declan Rice, Cole Palmer og Bruno Fernandes tilnefndir til verðlaunanna en fastlega er búist við því að Egyptinn Salah hreppi hnossið. PFA mun einnig opinbera lið ársins á Englandi, en fastlega er búist við því að Isak verði þar á blaði. Isak er 25 ára gamall og á í deilum við vinnuveitendur sína á Norður-Englandi. Óvissa hefur verið um framtíð framherjans í allt sumar. Liverpool hefur lagt fram eitt tilboð í Svíann en því var snarlega hafnað. Alan Shearer, sem er goðsögn hjá Newcastle, gagnrýndi hegðun Isaks í Match of the Day á BBC um helgina. Isak er enn leikmaður þeirra svarthvítu og útlit er fyrir að Newcastle vilji ekki heimila honum að fara fyrr en annar framherji hefur fundist í staðinn. Þónokkrir framherjar hafa hafnað Newcastle í sumar, þar á meðal Joao Pedro og Liam Delap sem fóru báðir til Chelsea, sem og Benjamin Sesko sem fór til Manchester United og Hugo Ekitike sem fór til Liverpool. Liverpool er sagt á tánum og sækist enn eftir kröftum Isaks en ekki er talið að félagið leggi annað tilboð fram fyrr en Newcastle sýnir að liðið sé tilbúið að ræða skiptin frekar. Liverpool vann 4-2 sigur á Bournemouth í fyrsta leik liðsins á tímabilinu á föstudagskvöldið var. Newcastle gerði markalaust jafntefli við Aston Villa á laugardag. Liðin mætast í næstu umferð deildarinnar, á St. James' Park í Newcastle, á mánudagskvöldið kemur. Sá leikur, líkt og allir aðrir leikir í ensku úrvalsdeildinni, verður í beinni á Sýn Sport.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira