Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar 19. ágúst 2025 17:02 Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa. Hvað gerum við þegar garðurinn okkar er að fyllast af illgresi sem tekur súrefni frá hinum plöntunum? Rífum við það ekki upp með rótum og hendum í ruslið? Af hverju gerum við ekki slíkt það sama við erlendar „glæpajurtir“ sem eru að festa rætur í íslensku samfélagi? Þessi spurning er orðin áleitnari en nokkru sinni fyrr og hvílir á okkur öllum. Við getum ekki leyft okkar eigið samfélag að kafna í þöggun og óljósum umræðum. Kaldir tölustafir mála skýra mynd Svar dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í sumar staðfestir þá þróun sem hefur verið í gangi og bendir til að vandamálið sé komið í óefni. Árið 2024 voru 42% allra fanga erlendir ríkisborgarar en árið 2019 var hlutfallið 21% og aðeins 14% árið 2014. Íslendingar telja sig búa í friðsömu og öruggu landi en þessar tölur gefa okkur innsýn í aðra og grófari veruleika. Þessi þróun kostar íslenska skattgreiðendur dýrum dómum. Vistun hvers fanga kostar 55.000 krónur á dag, eða rúmar 20 milljónir króna á ári. Samkvæmt tölunum frá 2024 hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun það ár. Ef þeir afplána allan ársgrundvöll, má áætla að heildarkostnaðurinn einn og sér nemi rúmum 4,3 milljörðum króna, en þá er kostnaður vegna rannsókna og tjón sem þeir valda ekki meðtalinn. Það er einnig mikilvægt að benda á að fyrsti áfangi nýja fangelsisins á að kosta 18 milljarða króna. Ef við værum ekki að vista alla þessa erlendu glæpamenn gætum við fjármagnað allan fyrsta áfanga fangelsisins á fjórum og hálfu ári. Aukinn vopnaburður og skipulögð glæpastarfsemi Þessar tölur lýsa ekki aðeins kostnaðinum heldur einnig alvarlegri þróun í eðli glæpa á Íslandi. Við höfum verið að sjá aukinn vopnaburð, skipulagða glæpastarfsemi og alvarleg ofbeldisbrot, sem ekki var vitað af í gamla Íslandi. Sem dæmi jukust vopnuð útköll sérsveitar lögreglunnar tólffalt á aðeins áratug, eða úr 38 útköllum árið 2014 í 461 árið 2023. Í viðtali við ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, staðfesti hún að fjölgun skipulagðra gengja skýri að einhverju leyti fjölgun alvarlegra ofbeldisbrota og aukinn vopnaburð. Hún vakti einnig athygli á því að yngsti hópurinn er að fremja fleiri alvarleg brot en áður. Liðsmenn hópanna eru af ýmsum þjóðernum og í auknum mæli er verið að sjá tengingar við skipulagða brotastarfsemi erlendis, einkum í Svíþjóð. „Keisarinn er í engum fötum“ Það er kominn tími til að horfa á staðreyndirnar: opinber umræða er villandi, full af ósannindum og virðist stjórnast af þeim sem vilja helst ótakmarkaðan innflutning á fólki. Þeir sem þora að benda á þessar staðreyndir eru kallaðir rasistar og skautast umræðan á óljósa vegu. Mér hefur orðið ljóst að þessir glæpamenn eru flestir frá Evrópska efnahagssvæðinu og hafa þar af leiðandi landvistarleyfi til að koma hingað til lands til þess eins að brjóta af sér. Sú staðreynd eða önnur slík málefni virðast vera hulin almenningi af ásettu ráði. Það er eins og „keisarinn sé í engum fötum“ og enginn þori að benda á sannleikann. Það er ekki von að fólk sé ruglað þegar opinber umræða er í fullkomnu ósamræmi við þá staðreynd sem fram kemur í gögnum. Kallið eftir gagnsæi og raunverulegum lausnum Til að geta leyst þetta vandamál þurfum við gagnsæi. Eftir að sérsveitin fór í 2.141 vopnað útkall á áratugnum 2013–2023, væri þá ekki eðlilegt að vita hvernig þau skiptust niður eftir þjóðerni, aldri, kyni og hópum sem lögreglan var að hafa afskipti af? Aðeins með því að horfast í augu við tölurnar og staðreyndirnar getum við verndað samfélagið okkar. Ef við höldum áfram að neita að horfast í augu við þessa þróun þá munu afleiðingarnar verða augljósar og munum við enda á því að reisa fleiri fangelsi fyrir erlenda afbrotamenn á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Eru stjórnvöld tilbúin að veita almenningi fullan aðgang að þessum gögnum og horfast í augu við vandamálið af alvöru? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég veit ekki lengur hverju ég á að trúa. Hvað gerum við þegar garðurinn okkar er að fyllast af illgresi sem tekur súrefni frá hinum plöntunum? Rífum við það ekki upp með rótum og hendum í ruslið? Af hverju gerum við ekki slíkt það sama við erlendar „glæpajurtir“ sem eru að festa rætur í íslensku samfélagi? Þessi spurning er orðin áleitnari en nokkru sinni fyrr og hvílir á okkur öllum. Við getum ekki leyft okkar eigið samfélag að kafna í þöggun og óljósum umræðum. Kaldir tölustafir mála skýra mynd Svar dómsmálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í sumar staðfestir þá þróun sem hefur verið í gangi og bendir til að vandamálið sé komið í óefni. Árið 2024 voru 42% allra fanga erlendir ríkisborgarar en árið 2019 var hlutfallið 21% og aðeins 14% árið 2014. Íslendingar telja sig búa í friðsömu og öruggu landi en þessar tölur gefa okkur innsýn í aðra og grófari veruleika. Þessi þróun kostar íslenska skattgreiðendur dýrum dómum. Vistun hvers fanga kostar 55.000 krónur á dag, eða rúmar 20 milljónir króna á ári. Samkvæmt tölunum frá 2024 hófu 218 erlendir ríkisborgarar afplánun það ár. Ef þeir afplána allan ársgrundvöll, má áætla að heildarkostnaðurinn einn og sér nemi rúmum 4,3 milljörðum króna, en þá er kostnaður vegna rannsókna og tjón sem þeir valda ekki meðtalinn. Það er einnig mikilvægt að benda á að fyrsti áfangi nýja fangelsisins á að kosta 18 milljarða króna. Ef við værum ekki að vista alla þessa erlendu glæpamenn gætum við fjármagnað allan fyrsta áfanga fangelsisins á fjórum og hálfu ári. Aukinn vopnaburður og skipulögð glæpastarfsemi Þessar tölur lýsa ekki aðeins kostnaðinum heldur einnig alvarlegri þróun í eðli glæpa á Íslandi. Við höfum verið að sjá aukinn vopnaburð, skipulagða glæpastarfsemi og alvarleg ofbeldisbrot, sem ekki var vitað af í gamla Íslandi. Sem dæmi jukust vopnuð útköll sérsveitar lögreglunnar tólffalt á aðeins áratug, eða úr 38 útköllum árið 2014 í 461 árið 2023. Í viðtali við ríkislögreglustjóra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, staðfesti hún að fjölgun skipulagðra gengja skýri að einhverju leyti fjölgun alvarlegra ofbeldisbrota og aukinn vopnaburð. Hún vakti einnig athygli á því að yngsti hópurinn er að fremja fleiri alvarleg brot en áður. Liðsmenn hópanna eru af ýmsum þjóðernum og í auknum mæli er verið að sjá tengingar við skipulagða brotastarfsemi erlendis, einkum í Svíþjóð. „Keisarinn er í engum fötum“ Það er kominn tími til að horfa á staðreyndirnar: opinber umræða er villandi, full af ósannindum og virðist stjórnast af þeim sem vilja helst ótakmarkaðan innflutning á fólki. Þeir sem þora að benda á þessar staðreyndir eru kallaðir rasistar og skautast umræðan á óljósa vegu. Mér hefur orðið ljóst að þessir glæpamenn eru flestir frá Evrópska efnahagssvæðinu og hafa þar af leiðandi landvistarleyfi til að koma hingað til lands til þess eins að brjóta af sér. Sú staðreynd eða önnur slík málefni virðast vera hulin almenningi af ásettu ráði. Það er eins og „keisarinn sé í engum fötum“ og enginn þori að benda á sannleikann. Það er ekki von að fólk sé ruglað þegar opinber umræða er í fullkomnu ósamræmi við þá staðreynd sem fram kemur í gögnum. Kallið eftir gagnsæi og raunverulegum lausnum Til að geta leyst þetta vandamál þurfum við gagnsæi. Eftir að sérsveitin fór í 2.141 vopnað útkall á áratugnum 2013–2023, væri þá ekki eðlilegt að vita hvernig þau skiptust niður eftir þjóðerni, aldri, kyni og hópum sem lögreglan var að hafa afskipti af? Aðeins með því að horfast í augu við tölurnar og staðreyndirnar getum við verndað samfélagið okkar. Ef við höldum áfram að neita að horfast í augu við þessa þróun þá munu afleiðingarnar verða augljósar og munum við enda á því að reisa fleiri fangelsi fyrir erlenda afbrotamenn á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Eru stjórnvöld tilbúin að veita almenningi fullan aðgang að þessum gögnum og horfast í augu við vandamálið af alvöru? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun