„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hlynur Andrésson ætlar að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Metið er mánuði eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira
Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Sjá meira