Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2025 13:49 Aubrey Plaza kynnti Megalopolis í Cannes síðasta sumar. Næst leikur hún í Honey Don't eftir Ethan Coen. EPA Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum. Plaza kom í hlaðvarpið Good Hang With Amy Poehler í gær en þær tvær eru góðar vinkonur eftir að hafa leikið saman um árabil í grínþáttunum Parks and Recreations. „Þú hefur átt þetta hræðilega, hræðilega, tragíska ár. Þú misstir eiginmanninn þinn, þú hefur verið að glíma við það og leitað leiða við að finna fyrir stuðningi,“ sagði Poehler við Plaza í hlaðvarpinu og spurði svo: „Fyrir hönd allra sem líður eins og þeir þekki þig, og fólksins sem þekkir þig, hvernig líður þér í dag?“ „Akkúrat á þessari stundu er ég glöð að vera hérna með þér,“ svaraði Plaza. Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016, fimm árum eftir að þau byrjuðu saman, og tæpum níu árum áður en hann stytti sér aldur.Getty „Heilt yfir er ég hér, ég er fúnkerandi og mjög þakklát að fá að upplifa heiminn. Það er í lagi með mig en, þú veist, þetta er dagleg barátta, augljóslega, sagði hún jafnframt. Jeff Baena, eiginmaður Plaza, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, fannst látinn 3. janúar síðastliðinn eftir að hafa svipt sig lífi. Baena og Plaza byrjuðu saman árið 2011 og giftu sig á tíu ára sambandsafmæli sínu. Hjónin skildu að borði og sæng í september 2024 og leitaði Baena til sálfræðings í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Sorgin eins og gljúfur fullt af skrímslum Plaza líkti sorg sinni við hrollvekjuna The Gorge (2025) sem hún sagði lýsa tilfinningunni vel. „Þetta er mjög heimskuleg samlíking og var eiginlega brandari á einum tímapunkti, en ég stend við hana. Sástu myndina The Gorge?“ sagði Plaza við Poehler. Hrollvekjan fjallar um tvær leyniskyttur, leiknar af Miles Teller og Anyu Taylor-Joe, sem fá það verkefni að vakta dularfullt gljúfur fullt af ógnvekjandi skrímslum. „Í myndinni er klettur á annarri hliðinni og klettur á hinni hliðinni og gljúfur þar á milli sem er fullt af skrímslafólki sem er að reyna að ná þeim,“ sagði Plaza um myndina og aðalperónur hennar. „Þannig er sorgin mín.“ „Öllum stundum er stórt haf ömurleika skammt undan og ég get séð það. Við og við langar mig að dýfa mér ofan í það og dvelja í því. Svo langar mig stundum bara að horfa á það og stundum reyni ég að komast frá því. En það er alltaf þarna,“ útskýrði hún svo nánar. Sjá einnig: Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Jeff Baena hóf feril sinn í Hollywood sem handritshöfundur og skrifaði handritið að I Heart Huckabees (2004) áður en hann sneri sér að leikstjórn. Alls leikstýrði hann fimm kvikmyndum í fullri lengd, þar á meðal Life After Beth (2014), The Little Hours (2017) og Horse Girl (2020). Baena myndaði handritshöfunda-dúó með leikkonunni Alison Brie og lék Plaza jafnframt í fjórum af fimm myndum hans. Hægt er að hlusta á viðtal Poehler við Plaza í heild sinni hér að neðan: Bíó og sjónvarp Hollywood Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Plaza kom í hlaðvarpið Good Hang With Amy Poehler í gær en þær tvær eru góðar vinkonur eftir að hafa leikið saman um árabil í grínþáttunum Parks and Recreations. „Þú hefur átt þetta hræðilega, hræðilega, tragíska ár. Þú misstir eiginmanninn þinn, þú hefur verið að glíma við það og leitað leiða við að finna fyrir stuðningi,“ sagði Poehler við Plaza í hlaðvarpinu og spurði svo: „Fyrir hönd allra sem líður eins og þeir þekki þig, og fólksins sem þekkir þig, hvernig líður þér í dag?“ „Akkúrat á þessari stundu er ég glöð að vera hérna með þér,“ svaraði Plaza. Hjónin Jeff Baena og Aubrey Plaza árið 2016, fimm árum eftir að þau byrjuðu saman, og tæpum níu árum áður en hann stytti sér aldur.Getty „Heilt yfir er ég hér, ég er fúnkerandi og mjög þakklát að fá að upplifa heiminn. Það er í lagi með mig en, þú veist, þetta er dagleg barátta, augljóslega, sagði hún jafnframt. Jeff Baena, eiginmaður Plaza, kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur, fannst látinn 3. janúar síðastliðinn eftir að hafa svipt sig lífi. Baena og Plaza byrjuðu saman árið 2011 og giftu sig á tíu ára sambandsafmæli sínu. Hjónin skildu að borði og sæng í september 2024 og leitaði Baena til sálfræðings í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Sorgin eins og gljúfur fullt af skrímslum Plaza líkti sorg sinni við hrollvekjuna The Gorge (2025) sem hún sagði lýsa tilfinningunni vel. „Þetta er mjög heimskuleg samlíking og var eiginlega brandari á einum tímapunkti, en ég stend við hana. Sástu myndina The Gorge?“ sagði Plaza við Poehler. Hrollvekjan fjallar um tvær leyniskyttur, leiknar af Miles Teller og Anyu Taylor-Joe, sem fá það verkefni að vakta dularfullt gljúfur fullt af ógnvekjandi skrímslum. „Í myndinni er klettur á annarri hliðinni og klettur á hinni hliðinni og gljúfur þar á milli sem er fullt af skrímslafólki sem er að reyna að ná þeim,“ sagði Plaza um myndina og aðalperónur hennar. „Þannig er sorgin mín.“ „Öllum stundum er stórt haf ömurleika skammt undan og ég get séð það. Við og við langar mig að dýfa mér ofan í það og dvelja í því. Svo langar mig stundum bara að horfa á það og stundum reyni ég að komast frá því. En það er alltaf þarna,“ útskýrði hún svo nánar. Sjá einnig: Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Jeff Baena hóf feril sinn í Hollywood sem handritshöfundur og skrifaði handritið að I Heart Huckabees (2004) áður en hann sneri sér að leikstjórn. Alls leikstýrði hann fimm kvikmyndum í fullri lengd, þar á meðal Life After Beth (2014), The Little Hours (2017) og Horse Girl (2020). Baena myndaði handritshöfunda-dúó með leikkonunni Alison Brie og lék Plaza jafnframt í fjórum af fimm myndum hans. Hægt er að hlusta á viðtal Poehler við Plaza í heild sinni hér að neðan:
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bíó og sjónvarp Hollywood Geðheilbrigði Bandaríkin Tengdar fréttir Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. 17. febrúar 2025 15:03