Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak hefur hvorki æft né spilað með Newcastle United síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí.
Alexander Isak hefur hvorki æft né spilað með Newcastle United síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí. EPA/ADAM VAUGHAN

Er eitthvað að gerast í sápuóperu haustsins í ensku úrvalsdeildinni? Það voru flugeldar á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og í dag sást aðalpersónan mæta þar sem hann hefur lítið sést undanfarnar vikur.

Sænski framherjinn Alexander Isak sást mæta á æfingasvæði Newcastle United í dag, daginn eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann hætti að æfa og spila með enska félaginu.

Isak talaði þar um svikin loforð og það sé ekkert traust lengur milli hans og félagsins.

Newcastle var fljótt að senda frá sér svar þar sem félagið tilkynnti sænska framherjanum um það að hann væri enn samningsbundinn félaginu og ekkert væri til í þeirri fullyrðingu Isak um svikin loforð.

Isak sást síðan mæta á æfingasvæðið í dag en hann hefur ekkert æft með liðfélögum sínum síðan liðið kom aftur saman eftir sumarfrí.

Ljósmyndarar Daily Mail náðu mynd af Isak mæta á jeppanum sínum. Hvað það þýðir er önnur saga.

Var hann mættur til að leita sátta eða til að setja meiri pressa á yfirmenn sína um að selja hann til Liverpool?

Sumir sjá enga leið fyrir Isak til að koma til baka inn í Newcastle liðið en hann hefur verið málaður sem svikari meðal stuðningsmanna félagsins. Sumir hafa kveikt í Isak treyjum og aðrir eru brjálaðir út í afskipti Liverpool af samingsbundnum leikmanni.

Isak var besti leikmaður Newcastle á síðustu leiktíð og liðið saknar hans auðvitað mikið inn á vellinum. Það hefur líka gengið illa að kaupa framherja í sumar sem geirr fjarveru hans að enn meira vandamáli.


Tengdar fréttir

Á að reka umboðsmanninn á stundinni

Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle United, gagnrýnir Alexander Isak, núverandi framherja liðsins, harðlega vegna yfirlýsingar sem sá sænski birti í gær.

„Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×