„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 09:08 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra. Vísir/Lýður Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent