„Við erum ekki undir neinni pressu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 15:01 Virtus vann óvæntan sigur í síðustu umferð og er ekki undir pressu í umspilinu gegn Breiðabliki. Virtus frá San Marínó er mætt hingað til lands fyrir umspilseinvígi gegn Breiðabliki upp á sæti í Sambandsdeildinni en framkvæmdastjóri félagsins segir enga pressu á leikmönnum að komast áfram, liðið hefur nú þegar náð sögulegum árangri. Lið frá San Marínó hefur aldrei komist svo langt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Virtus var við það að detta úr leik í síðustu umferð en sneri einvíginu óvænt við í seinni leiknum með 3-0 sigri gegn moldóvsku meisturunum Milsami. Virtus á því möguleika á sæti í Sambandsdeildinni í vetur, fyrst allra félaga frá San Marínó, en til þess þarf að vinna tveggja leikja einvígi gegn Breiðablik sem hefst á Kópavogsvellinum í kvöld. Í umfjöllun ríkisútvarpsins í San Marínó er talað um Breiðablik sem mun sterkara lið, bæði í líkamlegum og tæknilegum þáttum leiksins og framkvæmdastjórinn Mirko Montali segir enga pressu á Virtus í einvíginu. „Liðið hefur staðið sig frábærlega og stemningin í hópnum er góð því við vitum að við höfum náð frábærum árangri. Andinn er góður og strákarnir eru einbeittir, ég er viss um að þeir eigi eftir að standa sig vel. Við erum ekki undir neinni pressu. Við vitum hvað við höfum nú þegar afrekað og viljum auðvitað halda áfram á þessari vegferð, sem virtist óhugsandi fyrir ekki svo löngu.“ Virtus verður án nokkurra lykilleikmanna í leik kvöldsins og mun vanta þó nokkra í öftustu línu. Varnarmennirnir Daniel Piscaglia, Michele Rinaldi, Manuel Battistini og markmaðurinn Alex Passaniti eru allir meiddir. Nýr miðvörður liðsins, Matteo Legittimo, mun hins vegar þreyta frumraun sína í kvöld. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Lið frá San Marínó hefur aldrei komist svo langt í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Virtus var við það að detta úr leik í síðustu umferð en sneri einvíginu óvænt við í seinni leiknum með 3-0 sigri gegn moldóvsku meisturunum Milsami. Virtus á því möguleika á sæti í Sambandsdeildinni í vetur, fyrst allra félaga frá San Marínó, en til þess þarf að vinna tveggja leikja einvígi gegn Breiðablik sem hefst á Kópavogsvellinum í kvöld. Í umfjöllun ríkisútvarpsins í San Marínó er talað um Breiðablik sem mun sterkara lið, bæði í líkamlegum og tæknilegum þáttum leiksins og framkvæmdastjórinn Mirko Montali segir enga pressu á Virtus í einvíginu. „Liðið hefur staðið sig frábærlega og stemningin í hópnum er góð því við vitum að við höfum náð frábærum árangri. Andinn er góður og strákarnir eru einbeittir, ég er viss um að þeir eigi eftir að standa sig vel. Við erum ekki undir neinni pressu. Við vitum hvað við höfum nú þegar afrekað og viljum auðvitað halda áfram á þessari vegferð, sem virtist óhugsandi fyrir ekki svo löngu.“ Virtus verður án nokkurra lykilleikmanna í leik kvöldsins og mun vanta þó nokkra í öftustu línu. Varnarmennirnir Daniel Piscaglia, Michele Rinaldi, Manuel Battistini og markmaðurinn Alex Passaniti eru allir meiddir. Nýr miðvörður liðsins, Matteo Legittimo, mun hins vegar þreyta frumraun sína í kvöld.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
„Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ „Þetta leggst gríðarlega vel í mig. Það er mikið í húfi fyrir Breiðablik og íslenskan fótbolta. Til þess eru menn í þessu, að spila svona leiki,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, sem mætir liði Virtus frá San Marínó í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. 21. ágúst 2025 09:30