Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2025 17:03 Arne Slot stýrir Liverpool á móti Newcastle á St James´ Park í Newcastle í kvöld. Það má búast við alvöru móttökum hjá stuðningsmönnum heimaliðsins. EPA/ADAM VAUGHAN Newcastle og Liverpool mætast í kvöld í ensku úrvalsdeildinni í leik sem margir hafa beðið eftir vegna þess sem hefur gengið á milli félaganna í sumar. Alexander Isak, besti leikmaður Newcastle, neitar að spila og er að reyna að komast til Liverpool. Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Vegna þessa þá mun Isak hvorki spila með Newcastle né með Liverpool þegar liðin mætast á St James´Park í Newcastle í kvöld. Stuðningsmenn Newcastle eru brjálaðir og láta Liverpool örugglega heyra það á eftir. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði vel um Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, fyrir leikinn en tók það fram að hann vorkenni honum ekki vegna Isaks málsins. „Svona heilt yfir þá hef ég samúð með Eddie Howe af því að hann er frábær manneskja. Hann er alltaf kurteis og það er kannski engin tilviljun að ég hef verið að senda honum skilaboð af því að mér finnst hann vera almennileg og heiðarleg manneskja. Hann er kurteis kollegi,“ sagði Arne Slot við The Independent. Slot has no sympathy for Howe over Alexander Isak saga despite close relationship https://t.co/lEc8Wa1hZs pic.twitter.com/GXcW5TVgiT— The Independent (@Independent) August 25, 2025 Howe þarf að koma inn í tímabilið án síns besta framherja og í fjarveru Isak hefur hann þarft að spila leikmönnum út úr stöðu í fremstu víglínu. „Hins vegar þá hef ég enga samúð með knattspyrnustjóra sem getur notað leikmenn eins og Anthony Gordon, Jacob Murphy, Anthony Elanga og Harvey Barnes. Slíkur stjóri þarf engan samúð enda með svo marga frábæra leikmenn í sínum hóp,“ sagði Slot. „Ég kann samt mjög vel við hann og það kæmi engum á óvart ef hann myndi stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann er góð manneskja og mjög góður knattspyrnustjóri. Hann sýnir öllum öðrum stjórum virðingu og er alltaf rólegur þegar hann stendur á hliðarlínunni,“ sagði Slot. Hollendingurinn segist hafa náð vel saman við Howe á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. „Eini stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem ég hef sent skilaboð til er Eddie Howe. Ég var í sambandi við nokkra aðra þegar ég var í Hollandi en eftir úrslitaleikinn í enska deildabikarnum þá vorum við Eddie í samband. Ég horfi á hann núna alveg eins og ég gerði í fyrra og ég býst ekki við neinu öðru frá honum en það sem hann sýndi mér þá. Samband mitt og hans hefur ekkert breyst eins og ég sé hlutina,“ sagði Slot. Leikur Newcastle United og Liverpoool hefst klukkan 19.00 en útsendingin á Sýn Sport hefst klukkan 18.30 eða hálftíma fyrir leik.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira