Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar 26. ágúst 2025 09:01 OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar