Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:11 Carsten Breuer ræddi við íslenska fjölmiðla í utanríkisráðuneytinu í morgun í tilefni heimsóknarinnar. Vísir/Bjarni Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála. Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar. Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar.
Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent