„Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2025 21:44 Magnús Már hefur ekki áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir að Afturelding hafi ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Hann hefur enn mikla trú á verkefninu. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var með svör á reiðum höndum er hann mætti í viðtal eftir svekkjandi 4-3 tap liðsins gegn Val í kvöld. „Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“ Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
„Þetta var lélegt korter hjá okkur sem drepur þennan leik. Við spilum frábærlega í fyrri hálfleik, mikil gleði í spilinu hjá okkur og mér fannst við geta skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Magnús í viðtali eftir leik. „Við vorum að gera frábærlega og erum ofan á í öllum atriðum leiksins. En þeir eru með gott lið og koma af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og setja þrjú mörk á korteri. Það er náttúrulega ekki boðlegt og fer með þennan leik. Þeir eru góðir í föstum leikatriðum, við vissum það, og þeir skora fyrsta markið úr föstu leikatriði. Það snýr þessum leik svolítið og þeir fá trú á meðan við gáfum svolítið eftir á þessum kafla.“ Magnús gat þó ekki sett puttann nákvæmlega á það sem fór úrskeiðis á þessu umrædda korteri. „Þeir bara einhvernveginn ná að herja á okkur, ná þessu marki inn og fá aukna trú. Við gerum mistök í þessum mörkum sem þeir skora, það er ekki spurning, og þeir ná mómentinu með sér. En það var bara í þetta korter og svo komum við aftur inn í þetta.“ „Þetta aukaspyrnumark er svo náttúrulega bara frábært hjá Tryggva. Þá vorum við einmitt að komast almennilega inn í þetta þannig það var svekkjandi líka að fá það mark á sig.“ Þrátt fyrir að Magnús hafi verið ánægður með spilamennsku liðsins á stórum köflum í kvöld verður liðið nú að horfast í augu við þá staðreynd að Afturelding hefur ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði. Magnús segist þó ekki hafa neinar áhyggjur. „Nei. Ég hefði áhyggjur ef við hefðum lagst niður hérna og hætt í seinni hálfleik. Sérstaklega ef við hefðum gert það þegar við lentum 3-2 undir. En það er alls ekki þannig. Það er mikil trú í þessu liði og um það sem við erum að gera.“ „Einu fjórir tapleikirnir okkar síðan í maí eru líka bara á móti liðum sem eru mjög öflug. Þessi töp eru að koma á mjög erfiðum útivöllum og síðan við töpuðum fyrir Val í maí erum við bara búnir að tapa fjórum leikjum. Þetta er mikið af jafnteflum sem við þurfum að breyta í sigra, en trúin er til staðar. Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina, Í túninu heima, og þú ert velkominn. Það verður stemning á vellinum á sunnudeginum á móti FH.“
Besta deild karla Valur Afturelding Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira