Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2025 08:00 Deni Avdija er stærsta stjarnan í liði Ísraels enda leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni. Getty/Dragana Stjepanovic Fyrsti leikur Íslands á EM karla í körfubolta á morgun vekur sérstaka athygli vegna mótherja liðsins, Ísraels. Alþjóðalögreglan Interpol tekur þátt í að gæta öryggis leikmanna Ísraels sem ráðlagt hefur verið að leyna þjóðerni sínu utan vallar. Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira
Um þetta fjallar ísraelski miðillinn Israel Hayom og segir að andstaða í heiminum gegn Ísrael hafi til að mynda valdið því að körfuboltalandsliðið hafi átt afar erfitt með að finna sér vináttulandsleiki til undirbúnings fyrir EM. Önnur landslið hafi ekki viljað spila við Ísrael því þau hafi ekki viljað vera talin vera að taka pólitíska afstöðu. Yfir 63.000 manns hafa látist í stríði Ísraels og Hamas, þar af yfir 62.000 Palestínumenn. Samkvæmt Washington Post hefur að meðaltali meira en eitt palestínskt barn látist á hverri klukkustund frá því að yfirstandandi stríðsátök hófust fyrir næstum tveimur árum. Körfuknattleikssamband Íslands hefur verið hvatt til þess að sniðganga leikinn við Ísrael á morgun en sambandið tók af allan vafa með yfirlýsingu í síðustu viku um að Ísland myndi spila. Þar kom fram að KKÍ hefði þrýst á alþjóða samböndin um að banna Ísrael þátttöku í alþjóðlegum keppnum en að á meðan að FIBA og FIBA Europe leyfi þátttöku Ísraels þá kosti það Ísland háar sektir og bönn að mæta ekki til leiks. Samkvæmt grein Israel Hayom gerir reiði í garð Ísraels það að verkum að sérstaklega stór hópur öryggisvarða mun fylgja leikmönnum á Evrópumótinu í Póllandi. Ísraelskt íþróttafólk er vant því að hafa öryggisgæslu í gegnum tíðina en hún er sérstaklega mikil á mótinu. Ráðlagt að láta lítið fyrir sér fara Þannig taki Interpol þátt í því að tryggja öryggi ísraelska liðsins, í samstarfi við ísraelsku öryggisþjónustuna (Shin Bet) og lögregluyfirvöld í Póllandi. Leikmönnum hefur engu að síður verið ráðlagt að fela fána og önnur merki þess að þeir séu frá Ísrael, þegar þeir eru ekki að spila leiki á mótinu, og láta sem minnst fyrir sér fara. Hið sama gildir væntanlega um stuðningsmenn. Fyrr í þessum mánuði var steinum kastað í rútu ísraelskra stuðningsmanna eftir fótboltaleik á milli pólska liðsins Rakow Czestochowa og ísraelska liðsins Maccabi Haifa í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fór fram í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem ísraelsk lið fá ekki að spila alþjóðlega leiki í heimalandi sínu. Á leiknum höfðu stuðningsmenn Ísraels sýnt borða sem á stóð „morðingjar síðan 1939“. Karol Nawrocki, forseti Póllands, sagði borðann hneyksli og móðgun við minningu pólskra borgara, þar á meðal þrjár milljónir gyðinga, sem létust í seinni heimsstyrjöldinni. Leikur Íslands við Ísrael hefst klukkan 12 á morgun að íslenskum tíma. Það verður fyrsti leikur af fimm sem Ísland spilar í riðlakeppninni, í Katowice í Póllandi, á einni viku. Teymi Sýnar fylgir íslenska liðinu eftir út keppnina.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Sjá meira