Tilraunaskotið heppnaðist loksins Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2025 11:37 Frá geimskotinu í nótt. Um mikið sjónarspil var að ræða. AP/Eric Gay Tíunda tilraunaskot starfsmanna SpaceX með Starship geimfarið heppnaðist í nótt. Var það eftir nokkurra daga tafir og misheppnaðar fyrri tilraunir. Að þessu sinni líkti geimskipið sjálft eftir lendingu á Indlandshafi og Super Heavy eldflaugin sem bar geimskipið á loft líkti eftir lendingu á Mexíkóflóa. Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Einnig heppnaðist að dreifa eftirlíkingum Starlink gervihnatta á braut um jörðu og var það í fyrsta sinn sem það gengur eftir með Starship. Áður hafði geimskipið sprungið í loft á jörðu niðri. Þar áður misheppnaðist níunda tilraunaskotið þegar Starship splundraðist eftir 45 mínútna flug. Starship’s tenth flight test pushed the limits and provided maximum excitement along the way → https://t.co/UIwbeGoo2B pic.twitter.com/W6fH3GCwuP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. Stórt skref Í tilkynningu frá SpaceX segir að árangurinn marki stórt skref fram á við í þróun Starship. Öllum markmiðum tilraunaskotsins hafi verið náð og að starfsmenn SpaceX hafi safnað gífurlega mikilvægum upplýsingum sem nýtast munu við þróun samstæðunnar. Starfsmenn SpaceX settu sérstaklega mikið álag á hitaskjöld Starship og geimskipið sjálft þegar það féll aftur til jarðar, eftir að hafa komið gervihnattaeftirlíkingunum á sporbraut. Þrátt fyrir það tókst geimskipinu að snúa í loftinu og líkja eftir lendingu. Live views brought to you by @Starlink pic.twitter.com/3yVzQrMZBz— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Splashdown confirmed! Congratulations to the entire SpaceX team on an exciting tenth flight test of Starship! pic.twitter.com/5sbSPBRJBP— SpaceX (@SpaceX) August 27, 2025 Super Heavy has splashed down in the Gulf pic.twitter.com/LGozUAmLt8— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025 Open the pod bay door, HALStarship deploying @Starlink simulator sats pic.twitter.com/3CSOyulzcJ— SpaceX (@SpaceX) August 26, 2025
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Elon Musk Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira