Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2025 15:10 Eyjólfur Ármannsson lauk hringferð sinni um landið á Hótel Héraði í gærkvöldi. Hér er hann á leið til fundar við forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent