Innlent

Lögðu hald á snák eftir al­var­lega líkams­á­rás

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Um var að ræða kornsnák sem telst varla sem stór snákur fyrir utan landsteinanna en getur þó verið allt að metri að lengd.
Um var að ræða kornsnák sem telst varla sem stór snákur fyrir utan landsteinanna en getur þó verið allt að metri að lengd. Vísir/Getty

Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. 

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Líkamsárásin átti sér stað innandyra um klukkan hálf fjögur í nótt en Garðar gat ekki staðfest hvort að um heimahús væri að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá. 

Snákurinn var á vettvangi og var gerður upptækur á staðnum og komið til eyðingar hjá dýralækni. Að sögn Garðars var um lítinn snák að ræða en hann á að hafa verið einhverjir tugir sentímetrar og minna en metri að stærð. Líklegast sé um kornsnák að ræða að sögn lögreglunnar. 

„Við bíðum eftir því að geta tekið skýrslu af meintum árásaraðila. Brotaþoli er ekki lífshættulega slasaður eða neitt slíkt en hann er talsvert laskaður. Þetta er rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Það lítur allt út fyrir að þeir hafi verið undir einhverjum áhrifum báðir. Einhverjum efna eða áfengis,“ sagði Garðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×