„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 12:30 Tryggvi Snær Hlinason er erfiður viðureignar. vísir / hulda margrét Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira