Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 14:45 FH og Víkingur unnu örugga sigra í gærkvöldi. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi, FH vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í Kaplakrika og Víkingur sótti 5-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðarkróki. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið.
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira