Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Það var gaman hjá Anníe Mist Þórisdóttur og Katrín Tönju Davíðsdóttur en það var heldur ekkert gefið eftir. @anniethorisdottir Vinkonurnar og CrossFit goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru núna báðar ófrískar á sama tíma. Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher) CrossFit Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher)
CrossFit Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira