Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar 31. ágúst 2025 23:02 Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Evrópusambandið Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Við skulum ekki etja þjóðinni saman. Við skulum ekki gera neitt nema við séum sammála um að gera það. Við skulum ekki tala um umdeild mál því það sundrar þjóðinni og dregur athyglina frá því sem skiptir máli. Við skulum ekki setja erfið mál á dagskrá. Alltaf að kjósa Samt viljum við kjósa til Alþingis, kjósa sveitarstjórnir, kjósa um sameiningar sveitarfélaga, kjósa í stjórnir íþróttafélaga, kjósa í stjórn húsfélagsins, kjósa okkur forseta, kjósa í Eurovision, kjósa um afgreiðslu mála á Alþingi, kjósa um afgreiðslu mála í sveitarstjórnum og svo má lengi telja. Þetta gerum við þrátt fyrir að ágreiningur sé um mál, stundum mikill, stundum lítill, stundum eru sjónarmið og fylkingar bara tvær, stundum er mjótt á munum stundum mikill munur. Stundum eru sjónarmið mörg og fylkingar margar. Samt náum við niðurstöðu og meirihlutinn ræður á endanum, stundum er það meira að segja ekki meirihlutinn heldur minnihluti ef margir kostir eru í boði. Það eru aldrei góð rök fyrir að ræða ekki mál eða taka afstöðu til þeirra ef ekki er öruggt að nánast allir séu sammála um niðurstöðuna. Þræta án enda? ... Umræður og skoðanaskipti um aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa staðið um áratuga skeið án neinnar niðurstöðu. Stjórnmálaflokkar hafa mismunandi afstöðu til málsins, sumir hafa meira segja skipt um skoðun, almenningur hefur líka mismunandi skoðanir. Stundum sýna skoðanakannanir að fleiri vilji ganga í Evrópusambandið og stundum eru þeir fleiri sem vilja það ekki. Eitt er víst að umræða sem fær aldrei lýðræðislegar lyktir hættir ekki, hún heldur áfram í einni eða annarri mynd, stundum fyrirferðarmikil og stundum ekki. ... ekki ef við kjósum! Nú háttar svo til að lýðræðislega kjörin ríkisstjórn þriggja flokka hefur ákveðið að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka eigi upp viðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands. Verði svarið já og náist samningur um aðild í kjölfarið verður hann lagður í dóm þjóðarinnar með annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin sjálf á síðasta orðið á báðum stigum verði þau á annað borð tvö. Þjóðin verður því hvorki hrakin né neydd til eins eða neins. Hún tekur einfaldlega af skarið í málinu Látum ekki hafa vit fyrir okkur Væri ekki ráð að við reyndum að sameinast um að feta þessa lýðræðislegustu leið sem við eigum í fórum okkar. Eigum við ekki fyrst að ræða og taka ákvörðun um hvort við viljum halda viðræðum áfram eða ekki. Verði svarið nei er málið úr sögunni. Verði svarið já verður reynt til þrautar að ná samningi. Takist það kemur aftur að þjóðinni, hún ræðir samninginn og tekur ákvörðun á grundvelli hans. Þá er komin niðurstaða, annað hvort gengur Ísland í Evrópusambandið eða ekki. Er ekki þjóðráð að þjóðin taki sig saman um að ráða þessu máli til lykta með leikreglum lýðræðisins. Svo mikið er víst að stjórnmálaflokkarnir og Alþingi hafa komið þessu máli í þannig sjálfheldu að þeir geta ekki einir og sér komið sér úr henni. Það getur enginn gert betur en þjóðin sjálf beint og milliliðalaust. Höfundur er einlægur Evrópusinni
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun