Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2025 09:07 Katrín Sigurðardóttir er formaður Félags geislafræðinga. Aðsend og Vísir/Vilhelm Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum. Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem fylgir tillögum spretthóps er biðtíminn lengstur hjá tveimur stærstu sjúklingahópunum. Þetta eru annars vegar sjúklingar sem bíða eftir geislameðferð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins og hins vegar sjúklingar sem bíða eftir meðferð vegna brjóstakrabbameins. Spretthópurinn skilaði tillögum sínum fyrir helgi og var birt tilkynning um það á vef stjórnarráðsins á fimmtudag. Í tillögunum er meðal annars lagt til að kannaðir séu möguleikar á því að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og að kannaður verði fýsileiki þess að tryggja samning við sjúkrahús erlendis. Þá er einnig í tillögunum lagt til að fundið verði leið til að ráða geislafræðinga með erlenda menntun, og að auglýst verði eftir geislafræðingum með viðbótarmenntun. Þá er einnig lagt til að starfsaðstæður á deildinni verði bættar og það verði skoðað hvort laun geislafræðinga endurspegli menntun þeirra og ábyrgð. Þá er einnig lagt til að fjölga línuhraðli í þrjá, að sérhæfðu starfsfólki verði fjölgað og að opnunartími deildarinnar verði lengdur til 19. Einnig er lagt til að hámarksbiðtími á Íslandi verði skilgreindur. Biðin tvöfaldast Í yfirlýsingu frá Félagi geislafræðinga segir að á síðustu vikum hafi bið eftir geislameðferð við krabbameini á Íslandi orðið tvöfalt lengri en viðmið geri ráð fyrir og því hafi spretthópur tekið til starfa. „Það er að sjálfsögðu mikilvægt að bregðast hratt og vel við þessum aðstæðum auk þess að tryggja að þær komi ekki upp aftur svo að fólk með krabbamein komist í nauðsynlega meðferð á réttum tíma.“ Geislameðferðardeild Landspítalans taki á móti öllum krabbameinssjúkum á Íslandi og að starf geislafræðinga sé sérhæft og krefjandi. Það krefjist fjögurra ára háskólanáms, auk sérhæfðrar þjálfunar áður en hægt er að sinna meðferðinni sjálfri. Á síðustu árum hafi þeim fækkað á deildinni vegna þess að geislafræðingum bjóðast betri kjör í einkageira eða í vaktavinnu annars staðar í heilbrigðiskerfinu. „Nú er svo komið að aðeins tíu stöðugildi af 15 eru mönnuð. Þetta hefur skapað aðstæður þar sem geislafræðingar vinna undir miklu álagi, sem hefur valdið veikindum starfsfólks, bæði til lengri og skemmri tíma. Til að bæta ástandið til framtíðar þarf að bæta kjör og starfsskilyrði geislafræðinga á geislameðferðardeild,“ segir í yfirlýsingunni. Því séu það vonbrigði að ekki séu tillögur um að bæta kjör og vinnuaðstæður í tillögum spretthópsins. „Hins vegar er lögð fram tillaga um að lengja opnunartíma til kl. 19:00 í nokkra mánuði og treysta þar á vinnuframlag núverandi starfsfólks og þeirra sem nýlega hafa sagt upp störfum á deildinni. Það skýtur skökku við að ætla núverandi starfsfólki að vinna enn meira þegar deildin er þegar undirmönnuð á venjulegum opnunartíma hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Skammtímalausnir dugi ekki Félagið telur að það þurfi að setja það strax í forgang að bæta kjör og starfsaðstæður. Lausnir sem byggi á yfirvinnu fyrir þau sem þegar eru á deildinni séu hvorki sjálfbærar né öruggar og að öryggi sjúklinga þurfi alltaf að vera í forgrunni. „Í opinberri umræðu hefur að mestu verið fjallað um tækjakaup og þá skammtímalausn að senda sjúklinga erlendis í meðferð. Þegar það vantar að manna þriðjung stöðugilda á geislameðferðardeild er ómögulegt að halda úti fullri þjónustu á báðum tækjunum sem deildin hefur yfir að ráða. Við tökum heils hugar undir nauðsyn þess að bæta við línuhraðli til að mæta aukinni þörf í framtíðinni, en nýtt tæki leysir engan vanda ef ekki eru geislafræðingar til að nota það,“ segir í yfirlýsingunni. Þá bendir félagið á að samkvæmt Krabbameinsfélaginu muni nýgreiningum krabbameina fjölga um 57 prósent á næstu árum og skammtímalausnir dugi ekki til að takast á við það. „Það þarf að ráðast að rót vandans og gera breytingar til lengri tíma svo að deildin verði í stakk búin að veita bestu mögulegu meðferð til framtíðar. Þetta er verkefnið sem þarf að leysa svo tryggja megi að geislameðferð við krabbameini á Íslandi verði áfram í fremstu röð og aðgengileg öllum sjúklingum þegar þeir þurfa á henni að halda,“ segir að lokum.
Krabbamein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira