Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2025 14:00 Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga, segir að fyrsta mál á dagskrá ætti að vera að bæta kjör geislafræðinga svo fólk haldist í starfinu. Vísir Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara. Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“ Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins skilaði fyrir helgi tillögum til að styrkja geislameðferð á spítalanum en á síðustu vikum hefur bið eftir meðferð vegna krabbameins tvöfaldast. Geislafræðingum á deildinni hefur jafnframt fækkað verulega á deildinni síðustu ár. „Launin eru þannig að fæstir geta lifað á laununum sínum,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Meðal tillagna frá starfshópnum er að ráða geislafræðinga með erlenda menntun. „Ef það á að kalla til erlenda geislafræðinga þá geta þeir ekkert frekar lifað á þessum launum. Ég ætla rétt að vona að það eigi ekki að fara að borga þeim hærri laun en fólkinu sem er hér til staðar í landinu.“ Nóg af geislafræðingum á landinu Bæta þurfi kjörin til framtíðar svo að geislafræðingar velji að starfa á deildinni frekar en annars staðar þar sem launin eru betri. „Miðað við þau störf sem eru í boði, já, þá myndi ég segja að það sé nóg af geislafræðingum. Það er verið að útskrifa fimmtán til tuttugu geislafræðinga á hverju ári. Það á alveg að mæta þeim fjölda sem hættir,“ segir Katrín. Fengu ekki sæti við borðið Meðal tillaga er að senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar og kannað verði að semja vð sjúkrahús erlendis, opnunartíminn á deildinni verði lengdur og tækjum bætt við. „Við vitum alveg að það mun þurfa bæta við þriðja tækinu og við erum hjartanlega sammála því en það þarf fyrst að bæta kjörin til þess að fólk fáist til að vinna á þessum tækjum. Þú getur keypt endalaust af þessu og hinu, bygg hús og hvað eina en þú leysir það ekki nema þú hafir fólk til að vinna á tækjunum,“segir Katrín. Nauðsynlegt sé að geislafræðingar fái eitthvað um málið að segja. Þið komuð ekki gerð þessara tillagna? „Nei, við komum ekki að gerð þessara tillagna. Hvorki var okkur boðið að vera hluti af hópnum né boðið til viðtals í hópnum.“
Landspítalinn Kjaramál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07 Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17 Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 1. september 2025 09:07
Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. 12. ágúst 2025 16:17
Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Undanfarna daga höfum við séð fólk úr ýmsum stéttum sem starfa á Landspítalanum lýsa upplifun sinni af stöðu mála á háskólasjúkrahúsinu í kjölfar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga. Starfsfólk Landspítalans hefur þungar áhyggjur af þróun mála og þar erum við geislafræðingar ekki undanskildir. 14. júlí 2025 16:32