Innlent

Lög­regla kölluð til vegna slags­mála og hnífaburðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aðalvarðstjóri segir að hnífnum hafi ekki verið beitt í slagsmálunum. 
Aðalvarðstjóri segir að hnífnum hafi ekki verið beitt í slagsmálunum.  Vísir

Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum. Málið er í rannsókn. 

Í tölvupósti sem sendur var til foreldra síðdegis segir að í morgun hafi komið upp atvik milli tveggja nemenda. Brugðist hafi verið skjótt við og öryggi allra tryggt.

Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að um slagsmál hafi verið að ræða. Þá hafi lögregla fengið veður af því að nemandi hafi borið hníf en hnífnum hafi ekki verið beitt í slagsmálunum.

Hann segir lögreglu hafa fengið fregnir af málinu þegar atvikið var yfirstaðið og atburðarásin því enn óljós.

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×