Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. september 2025 19:34 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segist brugðið eftir Kastljóssþátt gærkvöldsins. Vísir Hinseginfáninn var dreginn að hún víða um landið í dag, þar með talið við húsakynni Borgarholtsskóla. Tilefnið var umtöluð framganga Snorra Mássonar þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær þar sem málefni hinsegin fólks voru til umræðu. Skólameistari segir umræðuna grátbroslega en í leið grafalvarlega. „Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“ Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Okkur var svolítið brugðið, vægast sagt, eftir Kastljóssþáttinn í gær, þar sem við hlýddum á þingmann af löggjafarþingi okkar Íslendinga tala með þessum hætti,“ segir Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla. Eins og að krefjast umræðu um að jörðin væri flöt Snorri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastýra hjá Samtökunum 78 mættust í Kastljósi gærkvöldsins. Þar sagðist Snorri meðal annars telja að ákveðin hugmyndafræði hefði gripið um sig í hinsegin hreyfingunni þar sem þess sé krafist að fólk trúi því að til séu fleiri en tvö kyn. Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa. Ársæll bendir á að framhaldsskólar á Íslandi hafi starfað eftir lögum frá 2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynja. „Þar sem löngu er hætt að tala um tvö kyn, skautun og ég veit ekki hvað. Fyrir mér var þetta eins og að hlusta á einhvern krefjast þess að við tækjum upp umræðu um að jörðin væri flöt eftir allt saman,“ segir Ársæll. Hann segist tala fyrir hönd flests skólafólks þegar hann segir umræðuna fráleita. Kynjafræði hafi verið kennd við skólann um árabil og það veiti ekki af, enn halli á minnihlutahópa. „Við getum ekki setið undir þessu þegjandi og hljóðalaust, hvorki skólar né aðrir í samfélaginu. Þessi umræða er grátbrosleg en hún er samt grafalvarleg. Við viljum ekki svona umræðu og hún er ekki hjá unga fólkinu. Hún er ekki í skólunum. Við erum með fjölbreytileikann hjá okkur í framhaldsskólunum, grunnskólunum og leikskólunum og okkur ber að tala um öll kyn af virðingu.“ Hvaða áhrif heldurðu að þessi umræða hafi á hinsegin og trans nemendur? „Kannski að ég tali bara hreina íslensku: Hún er svo vitlaus að ég held að fólk taki hana ekki alvarlega. En hins vegar er alvarleiki fólginn í því að þetta sáir fræjum og þetta fær jaðarhópa til að bregðast við og beita ofbeldi. Þetta er þannig, sama hvað hver segir.“
Hinsegin Framhaldsskólar Málefni trans fólks Miðflokkurinn Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41 „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50 Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra. 1. september 2025 23:41
„Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Allir 23 borgarfulltrúar samþykktu síðdegis í dag á fundi borgarstjórnar ályktun um samstöðu þeirra með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Tilefni ályktunarinnar, sem var borin upp á fundi sem sameiginleg tillaga borgarstjórnar, eru ummæli Snorra Mássonar um hinsegin og trans fólk í Kastljósi í gær. 2. september 2025 18:50
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2. september 2025 15:54