Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2025 22:31 Almar Orri Atlason. Vísir/Hulda Margrét Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. „Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
„Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira