„Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 14:31 Ægir Þór Steinarsson á ferðinni með boltann í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, vildi horfa fram hjá lokaleiknum á mótinu og frekar horfa til þess jákvæða hjá íslenska liðinu á mótinu. „Ég held að það sé sniðugt að sleppa því að tala um þennan Frakkleik. Þeir voru eitthvað líkamlegt skrímsli sem við réðum ekkert við frá fyrstu mínútu. Mér fannst þetta samt vera skárra þegar leið á leikinn,“ sagði Ægir. „Þú þarft að sýna ákveðna hæfileika og getu til þess að mæta þessu liði. Engar afsakanir en ég held að líkaminn okkar hafi ekki verið eins klár í þetta og þeirra,“ sagði Ægir. Klippa: „Stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi“ Hvaða tilfinning situr eftir hjá Ægi eftir þetta Evrópumót? „Svekkelsi því það er svo ógeðslega stutt á milli í íþróttunum. Ef við hefðum staðið okkur aðeins betur á móti Ísrael, klárað síðustu þrjár mínúturnar á móti Belgíu, fengið að klára leikinn á móti Póllandi og kannski stela sigri í einhverri stemmningu á móti Slóveníu. Þá værum við með fjóra sigra,“ sagði Ægir og brosti. „Þetta kennir okkur það að þú þarft gríðarlega einbeitingu og gæði í gegnum svona mót. Heppni vissulega ef þú ætlar að ná í einn sigur. Þetta er enn lærdómur í það hversu sterkur hugarfarslega þú þarft að vera og hversu sterkur þú þarft að vera í endurheimt. Þetta eru margir leikir á fáum dögum,“ sagði Ægir. „Enn einn lærdómurinn og ekkert neikvætt. Auðvitað svekkelsi en margt ógeðslega jákvætt en stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi,“ sagði Ægir. Þetta mót er búið að vera mikill tilfinningarússíbani með alls konar svekkelsi af mismunandi ástæðum. „Þetta er búið að vera algjört rugl. Eitthvert bland af því að maður er ógeðslega fúll, ógeðslega glaður og grenjandi þar á milli. Þetta er búið að vera geggjað og þetta er búið að vera eins og lífið er. Einhver lærdómur um það hvernig maður á að lifa lífinu. Það er svo stutt á milli í þessu,“ sagði Ægir. „Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og flesta okkar gaura. Vera í núinu og njóta þess, horfa upp í stúku og fá þennan kraft frá þessum fólki og öllum sem eru í kringum okkur. Þetta er búið að vera geggjaður lærdómum um lífið og leikinn,“ sagði Ægir. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
„Ég held að það sé sniðugt að sleppa því að tala um þennan Frakkleik. Þeir voru eitthvað líkamlegt skrímsli sem við réðum ekkert við frá fyrstu mínútu. Mér fannst þetta samt vera skárra þegar leið á leikinn,“ sagði Ægir. „Þú þarft að sýna ákveðna hæfileika og getu til þess að mæta þessu liði. Engar afsakanir en ég held að líkaminn okkar hafi ekki verið eins klár í þetta og þeirra,“ sagði Ægir. Klippa: „Stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi“ Hvaða tilfinning situr eftir hjá Ægi eftir þetta Evrópumót? „Svekkelsi því það er svo ógeðslega stutt á milli í íþróttunum. Ef við hefðum staðið okkur aðeins betur á móti Ísrael, klárað síðustu þrjár mínúturnar á móti Belgíu, fengið að klára leikinn á móti Póllandi og kannski stela sigri í einhverri stemmningu á móti Slóveníu. Þá værum við með fjóra sigra,“ sagði Ægir og brosti. „Þetta kennir okkur það að þú þarft gríðarlega einbeitingu og gæði í gegnum svona mót. Heppni vissulega ef þú ætlar að ná í einn sigur. Þetta er enn lærdómur í það hversu sterkur hugarfarslega þú þarft að vera og hversu sterkur þú þarft að vera í endurheimt. Þetta eru margir leikir á fáum dögum,“ sagði Ægir. „Enn einn lærdómurinn og ekkert neikvætt. Auðvitað svekkelsi en margt ógeðslega jákvætt en stundum bara stjórnar þú ekki öllu í þessu lífi,“ sagði Ægir. Þetta mót er búið að vera mikill tilfinningarússíbani með alls konar svekkelsi af mismunandi ástæðum. „Þetta er búið að vera algjört rugl. Eitthvert bland af því að maður er ógeðslega fúll, ógeðslega glaður og grenjandi þar á milli. Þetta er búið að vera geggjað og þetta er búið að vera eins og lífið er. Einhver lærdómur um það hvernig maður á að lifa lífinu. Það er svo stutt á milli í þessu,“ sagði Ægir. „Ég er mjög ánægður með sjálfan mig og flesta okkar gaura. Vera í núinu og njóta þess, horfa upp í stúku og fá þennan kraft frá þessum fólki og öllum sem eru í kringum okkur. Þetta er búið að vera geggjaður lærdómum um lífið og leikinn,“ sagði Ægir.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira