Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2025 15:03 Craig Pedersen faðmar Ægi Þór Steinarsson eftir leikinn gegn Frakklandi. vísir/hulda margrét Kanadamaðurinn Craig Pedersen hefur áhuga á að halda þjálfun íslenska karlalandsliðsins í körfubolta áfram. Hann hefur stýrt því undanfarin ellefu ár. Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Ísland tapaði með fjörutíu stiga mun fyrir Frakklandi, 114-74, í lokaleik sínum í D-riðli á Evrópumótinu í dag. Íslendingar töpuðu öllum fimm leikjum sínum á mótinu og hefur ekki enn unnið leik á EM, í fimmtán tilraunum. „Það er erfitt að þetta hafi endað svona. En þetta hefur verið frábært mót og við spiluðum fjóra mjög sterka leiki, tvo þar sem við áttum möguleika á að vinna og tvo þar sem við létum andstæðinginn svitna undir lokin. Það er erfitt að enda á þessum nótum en þetta sýnir líka styrk Frakka og íþróttamennskuna sem þeir búa yfir. Ef þú hikar taka þeir allt frá þér,“ sagði Craig í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Katowice í dag. „Við bjuggum okkur til ágætis skotfæri strax en þegar þau rötuðu ekki rétta leið tóku þeir völdin og þetta vatt upp á sig. En við tókum okkur saman í andlitinu og spiluðum ágæta síðustu þrjá leikhluta.“ Engin eftirsjá Markmið íslenska liðsins var að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti en það náðist ekki. „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og við höfum talað mikið um að við hefðum átt að gera þetta og hitt. Þegar ég horfi til baka á jöfnu leikina gerðum við réttu hlutina. Við sköpuðum okkur skotfæri og bjuggum til tækifæri en þetta féll bara ekki með okkur,“ sagði Craig. Klippa: Viðtal við Craig Pedersen „Það er engin eftirsjá hjá mér jafnvel þótt ég hafi hugsað mikið um þetta. Þegar þú tapar jöfnum leikjum hugsarðu að sjálfsögðu hvað þú hefðir getað gert öðruvísi en þegar öllu er á botninn hvolft verðurðu að gera það sem þú telur vera rétt. Ef það virkar ekki er ekkert öruggt að eitthvað annað hefði virkað. En við spiluðum fjóra mjög góða leiki gegn fjórum mjög góðum og reyndum liðum og ég er gríðarlega stoltur af leikmönnunum og framlagi þeirra. Stuðningurinn er líka stórkostlegur. Það fer ekki framhjá neinum og allir tala um það og það er frábært að vera hluti af þessu.“ Craig hrósaði liðsandanum hjá Íslandi og samstöðu leikmannanna. „Leikmennirnir standa saman. Þeir ná vel saman, berjast saman og takast á við bæði góðu og slæmu tímana. Það er styrkur liðsins og hefur alltaf verið. Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt, öll síðasta vika, en það er hluti af þessu og stundum eru góðu tímarnir betri þegar þú gengur í gegnum mótlæti,“ sagði Craig. Þakklátur fyrir stuðninginn Eftir leikinn gegn Frakklandi söng íslenska liðið „Ferðalok“ með stuðningsmönnunum sem Craig hrósaði í hástert. „Þar voru miklar tilfinningar. Það sýnir að stuðningsmennirnir gáfust ekki upp á liðinu. Þeir studdu okkur áfram þrátt fyrir að vera værum fjörutíu stigum undir. Önnur lið taka eftir þessu og geta ekki trúað þessu. Þetta er aðdáundarvert og ég er lánsamur að vera hluti af þessu,“ sagði Craig. Hann hefur stýrt íslenska landsliðinu frá 2014 og komið því á þrjú Evrópumót. Hann vill komast á það fjórða. „Ég vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn. Ég er hrifinn af markmiðinu að komast á EM en ég hef reynt að hugsa ekki um framtíðina því það er mikilvægara að hafa einbeitinguna á þessu móti. Hannes [S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ] og við munum tala saman og við sjáum hvað gerist. Ég vil reyna við annað Evrópumót,“ sagði Craig að endingu. Viðtalið við Craig má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira