Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 5. september 2025 07:35 Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Umferðaröryggi Umferð Kópavogur Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst grunnskólinn aftur eftir gott sumarfrí. Götur bæjarins fylltust af ungum og óreyndum vegfarendum – börnum sem ganga eða hjóla í skólann, sum í fyrsta sinn án fylgdar. Þetta ætti að vera gleðistund. Í staðinn upplifa margir foreldrar kvíða: eru leiðirnar nógu öruggar? Á Kársnesinu er ástandið sérstaklega alvarlegt. Kársnesbraut og Sæbólsbraut mætast á gatnamótum sem íbúar hafa árum saman kvartað yfir. Þar er grænt ljós fyrir gangandi vegfarendur á sama tíma og bílar fá grænt til að beygja. Þetta er slysagildra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hefur ekki verið brugðist við. Hraðinn á Kársnesbraut var lækkaður úr 50 niður í 40 km/klst. Víða í Kópavogi hefur hann verið lækkaður í 30. En því miður er því ekki fylgt eftir. Á Kársnesinu bætist við mikil og þung umferð: flutningabílar, langferðabílar og leigubílar. Þetta eru ekki langir vegkaflar og það er með réttum úrlausnum hægt að stýra umferðinni þannig að það tryggi öryggi allra. Foreldrar hafa lengi kvartað yfir skorti á öruggum gangbrautum yfir umferðarþungar götur – við leikskóla, grunnskóla og stoppistöðvar skólabíla. En viðeigandi ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, aðeins lofað breytingum á næstu árum. En börnin okkar hafa ekki tíma til að bíða í mörg ár. Þau eru lítil og óreynd í umferðinni í dag. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir slysi til að fá úrbætur. Lausnirnar eru til: þrengja þarf götur, fylgja eftir hraðatakmörkunum og endurskipuleggja umferðarflæði með það að markmiði að öryggi gangandi og hjólandi verði í forgangi. Það er á ábyrgð bæjaryfirvalda að bregðast við þessum ábendingum íbúa – ekki seinna, heldur strax. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun