Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2025 08:07 Eiríkur Bergmann segir dálítið fyndið hvernig tekist er á um orðanotkun vegna 71. greinarinnar. Lýðræðisákvæði, kjarnorkuákvæði eða eitthvað allt annað? Baráttan um orðin sé partur af pólitíkinni. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í gær að hún kysi að kalla ákvæðið „lýðræðisákvæði“ og það væri í þingskaparlögum af ástæðu. Hún útilokaði ekki að því yrði beitt aftur ef þurfa þætti, en sagði það þó ekki vera útgangspunkt ríkisstjórnarinnar. Heldur vonist hún til þess að umræða verði málefnaleg. „Þetta var auðvitað gríðarlegur darraðardans hjá okkur í vor og í sumar sem endaði með beitingu þessa ákvæðis. Hvort það er kjarnorkuákvæði eða lýðræðisákvæði, það er baráttan um orðin sem er partur af pólitíkinni svo sem. Eiginlega pínu fyndið,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Sýnar í gær. Bókun 35 eins og endurútgáfa af gamalli bíómynd Það sem þurfi að gerast núna að hans mati er að stjórnarandstaðan fái einhver önnur tæki í hendurnar, og tók þannig undir með Ólafi Adolfssyni, nýjum þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, sem nefndi þetta einnig í viðtali í kvöldfréttum í gær. Stjórnarandstaðan þurfi önnur tæki ef málþófið verður bitlaust. „Ég held að það sé alveg hárrétt,“ segir Eiríkur. „Ef að þetta ákvæði er núna komið til að vera, eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra tala um. Það mun bara jafnvel reyna strax á það með bókun 35 sem að snýr aftur eins og einhver endurútgáfa af einhverri gamalli bíómynd inn á Alþingi. En þá getur vel komið til þess að málþóf fari af stað, það er fyrirséð, að það þurfi að beita þessu ákvæði. En þá erum við komin í þá stöðu að tæki stjórnarandstöðunnar eru bara of lítilfjörleg, of bitlítil, til þess að lýðræðið virki almennilega. Það þarf þá að færa þeim einhver slík tæki í hendur,“ sagði Eiríkur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vakti máls á 71. greininni og aðdraganda þess að hún ákvað að beita ákvæðinu í sumar, í ávarpi sínu við þingsetningu í gær. „Sem forseti Alþingis tek ég fulla ábyrgð á beitingu 71. greinar við þær aðstæður sem ríktu í sumar,” sagði Þórunn meðal annars. „Ég er meðvituð um að sem forseti þarf ég að endurvinna traust margra í þessum sal og að því ætla ég að vinna af heilindum. Ég bið líka alla hér inni að axla sameiginlega ábyrgð á því verkefni að koma þingstörfunum í skilvirkara horf,“ sagði Þórunn einnig. Vandræðagangurinn í sumar þinginu ekki til sóma Eiríkur var spurður hvað hann læsi í þessi orð þingforseta um að hún þurfi að vinna sér aftur inn traust þingsins. „Alþingi setti bara verulega niður í vor og í sumar. Sú affara sem átti sér stað í sölum Alþingis var bara þess háttar að fólk úti um allt land það hristi bara hausinn yfir vandræðaganginum sem þar átti sér stað og þingið var komið algjörlega í öngstræti með afgreiðslu þessa máls,“ svaraði Eiríkur. Þingsköpum hafi verið breytt í tvígang fyrir nokkrum árum sem gert hafi það af verkum að það sé hvergi auðveldara af öllum ríkjum vesturlanda en á Íslandi að halda úti málþófi. Þetta þekkist ekki með sama hætti annars staðar, nema þá ef til vill í Bandaríkjunum þótt þar sé samt sem áður erfiðara að halda úti málþófi en hér á Íslandi að sögn Eiríks. Megi ekki setja punktinn hér Núna sé 71. greinin orðin virk, en það megi ekki vera endapunkturinn. „En það þýðir ekki að stoppa þar. Þá erum við búin að veikja stöðu stjórnarandstöðunnar of mikið. Það er hægt að líta til Danmerkur, þar getur þriðjungur þingmanna sett mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er farið mjög sparlega með það, því að þá verða menn að standa við stóru orðin ef þeir gera eitthvað slíkt,“ nefnir Eiríkur sem dæmi. „Það eru margar leiðir til, en það þarf hins vegar að skoða þá tækið í heild, ekki bara í einhverjum bútum.“ Nú hafi orðið breyting eftir atburði sumarsins og það megi ekki vera endapunktur málsins. Því sé að hans mati ráðlegt fyrir forystufólk flokkanna á Alþingi að setjast niður og finna út úr því hvaða leiðir eru færar svo stjórnarandstaðan geti gegnt skyldu sinni, og þingstörf og afgreiðsla mála geti farið fram með eðlilegum hætti. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í gær að hún kysi að kalla ákvæðið „lýðræðisákvæði“ og það væri í þingskaparlögum af ástæðu. Hún útilokaði ekki að því yrði beitt aftur ef þurfa þætti, en sagði það þó ekki vera útgangspunkt ríkisstjórnarinnar. Heldur vonist hún til þess að umræða verði málefnaleg. „Þetta var auðvitað gríðarlegur darraðardans hjá okkur í vor og í sumar sem endaði með beitingu þessa ákvæðis. Hvort það er kjarnorkuákvæði eða lýðræðisákvæði, það er baráttan um orðin sem er partur af pólitíkinni svo sem. Eiginlega pínu fyndið,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Sýnar í gær. Bókun 35 eins og endurútgáfa af gamalli bíómynd Það sem þurfi að gerast núna að hans mati er að stjórnarandstaðan fái einhver önnur tæki í hendurnar, og tók þannig undir með Ólafi Adolfssyni, nýjum þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, sem nefndi þetta einnig í viðtali í kvöldfréttum í gær. Stjórnarandstaðan þurfi önnur tæki ef málþófið verður bitlaust. „Ég held að það sé alveg hárrétt,“ segir Eiríkur. „Ef að þetta ákvæði er núna komið til að vera, eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar og forsætisráðherra tala um. Það mun bara jafnvel reyna strax á það með bókun 35 sem að snýr aftur eins og einhver endurútgáfa af einhverri gamalli bíómynd inn á Alþingi. En þá getur vel komið til þess að málþóf fari af stað, það er fyrirséð, að það þurfi að beita þessu ákvæði. En þá erum við komin í þá stöðu að tæki stjórnarandstöðunnar eru bara of lítilfjörleg, of bitlítil, til þess að lýðræðið virki almennilega. Það þarf þá að færa þeim einhver slík tæki í hendur,“ sagði Eiríkur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, vakti máls á 71. greininni og aðdraganda þess að hún ákvað að beita ákvæðinu í sumar, í ávarpi sínu við þingsetningu í gær. „Sem forseti Alþingis tek ég fulla ábyrgð á beitingu 71. greinar við þær aðstæður sem ríktu í sumar,” sagði Þórunn meðal annars. „Ég er meðvituð um að sem forseti þarf ég að endurvinna traust margra í þessum sal og að því ætla ég að vinna af heilindum. Ég bið líka alla hér inni að axla sameiginlega ábyrgð á því verkefni að koma þingstörfunum í skilvirkara horf,“ sagði Þórunn einnig. Vandræðagangurinn í sumar þinginu ekki til sóma Eiríkur var spurður hvað hann læsi í þessi orð þingforseta um að hún þurfi að vinna sér aftur inn traust þingsins. „Alþingi setti bara verulega niður í vor og í sumar. Sú affara sem átti sér stað í sölum Alþingis var bara þess háttar að fólk úti um allt land það hristi bara hausinn yfir vandræðaganginum sem þar átti sér stað og þingið var komið algjörlega í öngstræti með afgreiðslu þessa máls,“ svaraði Eiríkur. Þingsköpum hafi verið breytt í tvígang fyrir nokkrum árum sem gert hafi það af verkum að það sé hvergi auðveldara af öllum ríkjum vesturlanda en á Íslandi að halda úti málþófi. Þetta þekkist ekki með sama hætti annars staðar, nema þá ef til vill í Bandaríkjunum þótt þar sé samt sem áður erfiðara að halda úti málþófi en hér á Íslandi að sögn Eiríks. Megi ekki setja punktinn hér Núna sé 71. greinin orðin virk, en það megi ekki vera endapunkturinn. „En það þýðir ekki að stoppa þar. Þá erum við búin að veikja stöðu stjórnarandstöðunnar of mikið. Það er hægt að líta til Danmerkur, þar getur þriðjungur þingmanna sett mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er farið mjög sparlega með það, því að þá verða menn að standa við stóru orðin ef þeir gera eitthvað slíkt,“ nefnir Eiríkur sem dæmi. „Það eru margar leiðir til, en það þarf hins vegar að skoða þá tækið í heild, ekki bara í einhverjum bútum.“ Nú hafi orðið breyting eftir atburði sumarsins og það megi ekki vera endapunktur málsins. Því sé að hans mati ráðlegt fyrir forystufólk flokkanna á Alþingi að setjast niður og finna út úr því hvaða leiðir eru færar svo stjórnarandstaðan geti gegnt skyldu sinni, og þingstörf og afgreiðsla mála geti farið fram með eðlilegum hætti.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent