Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. september 2025 11:53 Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lýsti frumvarpinu sem litlausu og gekkst Daði við því. Það væri hann einnig sjálfur. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hvetja ríkisstjórnina til þess að ná niður halla á fjárlögum með sölu á Landsbankanum. Umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og segir fjármálaráðherra þau aðhaldssöm og jafnvel litlaus - líkt og hann sjálfur. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, mælti í morgun fyrir fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í því er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur lýst fjárlögunum sem aðhaldssömum. „Þessi nálgun í frumvarpinu stuðlar að hjöðnun verðbólgu og lægra vaxtastigi. Hún styður við bætt lífskjör og tryggir að við eigum fyrir þeim. Tilgangur ríkisfjármálanna er þegar öllu er á botnin hvolt að veita þjónustu. Við munum tryggja að ríkið geti sinnt því hlutverki án þess að börnin okkar þurfi að borga brúsann,“ sagði Daði í ræðustól Alþingis í morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vísaði til frumvarps sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram um sölu á Landsbankanum. vísir/Arnar Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu frumvarpinu sem vonbrigðum og spurði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna ekki væri stefnt að hallalausum fjárlögum. Hægur vandi væri að ná niður halla sem teljist svo lítill í heildarsamhenginu. Þingmenn flokksins hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fjármálaráðherra fái heimild til að selja hlut ríkissins í Landsbankanum og áætla að salan gæti skilað 200 milljörðum. Guðlaugur sagði að slík heimild væri til þess fallin að ná niður halla og lækka skuldir ríkissjóðs. „Til þess að huga nú að börnunum okkar þannig að þau þurfi ekki að greiða niður skuldirnar okkar,“ sagði Guðlaugur. Daði svarði ekki efnislega athugasemdum Guðlaugs um Landsbankann en sagðist þó taka vel á móti góðum hugmyndum þingmanna við meðferð málsins á Alþingi. Endurspeglar eigin karakter Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknar, lýsti frumvarpinu sem litlausu - og tók Daði raunar undir þá gagnrýni. „Þeir sem mig þekkja geta nú kannski staðfest að það má túlka það þannig að útlit fjárlaganna endurspegli karakter fjármálaráðherrans. Ég hef að jafnaði verið þekktur fyrir að vera frekar litlaus og þetta endurspeglar kannski það að ég er meðvitaður um þann eiginleika í mínu fari,“ sagði Daði glettinn á þingi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2026 Viðreisn Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent